Frístundaheimili Ísaksskóla heitir Sunnuhlíð.
Opnunartími er 7:30 – 17:00 ( lokar 16:15 föstudaga )
Smelltu hér ef þú vilt sækja um breytingu á vistunartíma fyrir barnið þitt.
Hér er síðan verðskrá skólaársins 2024-2025:
Verð í frístund Ísaksskóla | ||
---|---|---|
1-4 tímar á viku | 6.000kr | á mánuði |
5-8 tímar á viku | 8.400kr | á mánuði |
9-12 tímar á viku | 11.800kr | á mánuði |
13-16 tímar á viku | 15.400kr | á mánuði |
17-20+ tímar á viku | 19.300kr | á mánuði |
Hálfur aukatími á dag | 4.500kr | á mánuði |
Heill aukatími á dag | 9.500kr | á mánuði |
Athugið að ofangreind verðskrá á ekki við um 5 ára börn úr Reykjavík því þau falla undir þjónustusamning við Reykjavíkurborg. Skólinn áskilur sér rétt til að breyta gjaldskránni með mánaðar fyrirvara.
Skólinn hefur gert samninga við Reykjavíkurborg og nágrannasveitarfélögin vegna reksturs frístundar. Foreldrar geta sótt um systkinaafslátt ef nemandi í frístund á yngra systkini sem er í frístund eða í leikskóla. Lögheimilis sveitarfélag barnsins verður að samþykkja þennan afslátt. Sótt er um systkinaafslátt í skólasamningi fyrir hvert skólaár.
Starfsfólk frístundaheimilis leiðbeinir og aðstoðar börnin í leik og starfi utan kennslustunda. Lögð er áhersla á að hvetja börnin til leikprýði og samvinnu. Í frístund eru einnig haldnar söngstundir og ýmislegt sem virkjar börnin til leiks í því sem þau hafa lært í skólanum.
Starfsfólk Sunnuhlíðar
Ásdís Eva Magnúsdóttir
Stuðningsfulltrúi / Sunnuhlíð
Vinnunetfang: asdis.eva@isaksskoli.is
Persónuupplýsingar
Ásdís Eva er stuðningsfulltrúi auk þess sem hún starfar í Sólbrekku, skólaskjóli fimm ára barna skólans. Hún hefur starfað við skólann frá því haustið 2023.
Efnisflokkar: Serkennsla, Sunnuhlid
Uppfært fyrir 4 mánuðir
Ásdís Eva Magnúsdóttir
Stuðningsfulltrúi / SunnuhlíðPersónuupplýsingar
Ásdís Eva er stuðningsfulltrúi auk þess sem hún starfar í Sólbrekku, skólaskjóli fimm ára barna skólans. Hún hefur starfað við skólann frá því haustið 2023.