Velkomin í skólann!

Við óskum öllum, nemendum, kennurum, foreldrum og forráðamönnum hjartanlega til hamingju með nýtt skólaár um leið og við bjóðum alla velkomna til leiks. Fyrsti skóladagurinn var í dag í Ísaksskóla og skólalóðin – og húsið farið að iða af lífi á ný.

6, 7, 8 og 9 ára börn eru mætt til kennslu. Mörg andlitin vel þekkt hér í skólanum en sumir að stíga sín fyrstu skref hér hjá okkur og bjóðum við þá nemendur ævinlega velkomna.

Fimm ára börnin mæta svo galvösk til sinna fyrstu skólaskrefa innan tíðar en kennsla hjá þeim hefst þriðjudaginn 29. ágúst nk.

Verið velkomin öll!