Kæru foreldrar/forráðamenn
Skóli Ísaks Jónssonar fer þess á leit við ykkur að þið takið þátt í foreldrakönnun á okkar vegum.
Við erum búin að senda öllum aðstandendum tölvupóst og í honum er netslóð á könnunina.
Tekur það aðeins fáeinar mínútur að svara þessum spurningum. Svörin eru órekjanleg.
Tilgangur könnunarinnar er að mæla einstaka þætti í skólanum, fá upplýsingar um hverju sé ábótavant og fá staðfestingu á því sem vel er gert. Það er ekkert sem skiptir okkur meira máli en velferð barnanna sem okkur er treyst fyrir og því er þátttaka í foreldrakönnuninni ómetanlegt hjálpartæki fyrir stjórnendur og starfsfólk í Skóla Ísaks Jónssonar.