Leikjadagur

Elskulegu foreldrar/forsjáraðilar.

Í dag var leikjadagur Ísaksskóla haldinn í blíðskaparveðri. Haldið var fylktu liði á Klambratúnið eftir frímínútur þar sem litla fólkið tók þátt í skemmtilegum leikjum sem íþróttakennarar skólans höfðu skipulagt. Þar nutu starfsmenn og nemendur yndislegrar samveru. Þegar heim var komið stóð foreldrafélagið fyrir grillveislu, þar sem grillaðar voru pylsur fyrir glaðasta íþróttafólkið og starfsmenn.

Takk þið öll sem tókuð þátt í þessum yndislega degi, þið foreldrar sem stóðuð við grillið og þið öll sem sendið ykkar yndislegu börn til okkar á hverjum degi.

Myndirnar er hægt að skoða hér.

Starfsfólk Ísaksskóla