Kæru foreldrar/forráðamenn, Þar sem á morgun er síðasti kennsludagur fyrir jól, viljum við minna á að allur fatnaður sé tekin með heim á morgun. Einnig er tilvalið að kíkja í óskilamunakörfur í kjallaranum og fyrir utan kennslustofurnar áður en haldið er í jólafrí. Með hlýjum jólakveðjum. Starfsfólk Ísaksskóla
Kæru vinir, nýjasta söngskráin og jafnframt sú síðasta á þessu ári er komin hér inn á vefinn okkar undir liðinn „Söngskrár“ í valmyndinni hér til vinstri. Nú hafa jólalögin tekið öll völd í söngstundum hjá okkur börnunum til mikillar gleði! Góðar stundir
Grein birtist í Morgunblaðinu og fréttavef MBL.is mánudaginn 9. des. 2013. http://www.mbl.is/frettir/innlent/2013/12/09/lestur_a_gomlum_grunni Nemendur í Skóla Ísaks Jónssonar, Ísaksskóla, hafa náð góðum árangri á samræmdum prófum í íslensku og stærðfræði. Sigríður Anna Guðjónsdóttir, skólastjóri Ísaksskóla og formaður Samtaka sjálfstæðra skóla, þakkar þennan árangur m.a. því
Bæklingur sem ber nafnið "Velkomin í Ísaksskóla" er ætlaður foreldrum og forráðamönnum barna skólans. Hann inniheldur samantekt á öllum helstu upplýsingum um skólastarfið sem gott er að hafa við höndina
"Ég er sérstaklega ánægður með hversu lítill skólinn er. Allar boðleiðir eru því stuttar. Barnið er öruggt í þessu litla umhverfi þar sem hlýja og persónuleg samskipti eru ofar öllu."
Páll Harðarson,
skólanefndarformaður
"Ótrúlega persónulegt umhverfi, haldið í gamlar hefðir og framúrskarandi starfsfólk með einstaka hæfileika til að ná fram því besta hjá börnunum okkar"
Sigríður Hrund Pétursdóttir,
móðir Snæfríðar í 8 ára bekk
Um viðbrögð þegar röskun verður á skólastarfi vegna óveðurs
Gefnar hafa verið út reglur um viðbrögð þegar röskun verður á skólastarfi vegna óveðurs. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins/stjórn Almannavarna á höfuðborgarsvæðinu hefur látið gera leiðbeinandi vinnureglur um viðbrögð í óveðri í samráði við fulltrúa sveitarfélaganna á svæðinu. Bæði er um að ræða leiðbeiningar til starfsmanna skólanna og foreldra. Þessar reglur gilda líka ef öskufalls verður vart í Reykjavík.