Kæru foreldrar / forráðamenn. Í gær fóru allir nemendur skólans með blað heim þar sem foreldrar/forráðamenn voru beðnir um að kemba börnum sínum. Því miður virðist sem allt of margir foreldrar/forráðamenn hafi ekki kembt börnum sínum. Vegna þessa þykir rétt að árétta að hringt verður í foreldra/forráðamenn þeirra barna sem ekki koma með kvittun fyrir kembingu og þeim gert að sækja börn sín. Það ge
Aðalfundur foreldrafélags Ísaksskóla verður haldinn í dag þriðjudag, kl. 17:30 í aðalsal Ísaksskóla. Dagskrá fundarins er eftirfarandi: • Lögð fram skýrsla stjórnar • Ársreikningar • Kosning í stjórn foreldrafélagsins • Annað Vonumst til að sjá sem flesta, Stjórn foreldrafélagsins
Velkomin í Ísaksskóla er bæklingur ætlaður foreldrum/forráðamönnum. Hann hefur að geyma ýmsar hagnýtar upplýsingar um skólastarfið sem gott er að hafa við höndina. Bæklinginn má finna undir samnefndum lið hér vinstramegin á síðunni. Með skólakveðjum, starfsfólk Ísaksskóla
Bæklingur sem ber nafnið "Velkomin í Ísaksskóla" er ætlaður foreldrum og forráðamönnum barna skólans. Hann inniheldur samantekt á öllum helstu upplýsingum um skólastarfið sem gott er að hafa við höndina
"Ég er sérstaklega ánægður með hversu lítill skólinn er. Allar boðleiðir eru því stuttar. Barnið er öruggt í þessu litla umhverfi þar sem hlýja og persónuleg samskipti eru ofar öllu."
Páll Harðarson,
skólanefndarformaður
"Ótrúlega persónulegt umhverfi, haldið í gamlar hefðir og framúrskarandi starfsfólk með einstaka hæfileika til að ná fram því besta hjá börnunum okkar"
Sigríður Hrund Pétursdóttir,
móðir Snæfríðar í 8 ára bekk
Um viðbrögð þegar röskun verður á skólastarfi vegna óveðurs
Gefnar hafa verið út reglur um viðbrögð þegar röskun verður á skólastarfi vegna óveðurs. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins/stjórn Almannavarna á höfuðborgarsvæðinu hefur látið gera leiðbeinandi vinnureglur um viðbrögð í óveðri í samráði við fulltrúa sveitarfélaganna á svæðinu. Bæði er um að ræða leiðbeiningar til starfsmanna skólanna og foreldra. Þessar reglur gilda líka ef öskufalls verður vart í Reykjavík.