Heimili og skóli – landssamtök foreldra verða með kynningu frir foreldra á nýrri aðalnámsskrá í Álfhólsskóla í Kópavogi, fimmtudaginn 5. september nk kl. 20:00 Allir foreldrar eru velkomnir en foreldrar á höfuðborgarsvæðinu eru sérstaklega hvattir til að mæta
Kæru foreldrar/forráðamenn, Við minnum á námskynningar 6-9 ára í dag kl. 17:30. Við byrjum á sal og síðan fara foreldrar/forráðamenn inn í skólastofur með kennurum barnanna þar sem farið verður yfir faglegar áherslur og námsefni kynnt. Ekki er ætlast til að börnin komi með. Með bestu kveðjum, starfsfólk Ísaksskóla
Kæru foreldrar/forráðamenn. Nú þegar skólastarfið er komið á fullt skrið hjá okkur er nauðsynlegt að minna á umferðarreglur og aðgát í umferðinni í nágrenni við skólann. Nágrannar okkar höfðu samband við mig á föstudag og höfðu áhyggjur af umferðaröngþveiti og of hröðum akstri fyrir utan skólann. Þeir sendu líka fjölda mynda af bílum sem lagt var ólöglega uppi á gangstéttum og við gangbrautir og h
Bæklingur sem ber nafnið "Velkomin í Ísaksskóla" er ætlaður foreldrum og forráðamönnum barna skólans. Hann inniheldur samantekt á öllum helstu upplýsingum um skólastarfið sem gott er að hafa við höndina
"Ég er sérstaklega ánægður með hversu lítill skólinn er. Allar boðleiðir eru því stuttar. Barnið er öruggt í þessu litla umhverfi þar sem hlýja og persónuleg samskipti eru ofar öllu."
Páll Harðarson,
skólanefndarformaður
"Ótrúlega persónulegt umhverfi, haldið í gamlar hefðir og framúrskarandi starfsfólk með einstaka hæfileika til að ná fram því besta hjá börnunum okkar"
Sigríður Hrund Pétursdóttir,
móðir Snæfríðar í 8 ára bekk
Um viðbrögð þegar röskun verður á skólastarfi vegna óveðurs
Gefnar hafa verið út reglur um viðbrögð þegar röskun verður á skólastarfi vegna óveðurs. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins/stjórn Almannavarna á höfuðborgarsvæðinu hefur látið gera leiðbeinandi vinnureglur um viðbrögð í óveðri í samráði við fulltrúa sveitarfélaganna á svæðinu. Bæði er um að ræða leiðbeiningar til starfsmanna skólanna og foreldra. Þessar reglur gilda líka ef öskufalls verður vart í Reykjavík.