Kæru foreldrar/forsjáraðilar Gleðilegt nýtt ár 2023! Um leið og við þökkum fyrir allar góðu stundirnar þá hlökkum við til enn fleiri gefandi stunda með ykkur á nýja árinu. Skipulagsdagur verður þriðjudaginn 3. janúar. Engin starfsemi er í Sunnuhlíð né Sólbrekku þennan dag. Fyrsti skóladagurinn á nýju ári er miðvikudagurinn 4. janúar kl. 8:30 og morgungæslan verður á sínum stað. Skólaleikar verða m
Kæru vinir, Við í Ísaksskóla sendum ykkur bestu óskir um gleðileg jól og heillaríkt nýtt ár og þökkum samstarfið og samveruna á árinu sem er að líða. Með jólakveðjunni fylgja yndislegar myndir frá jólatrésskemmtununum í gær. Kennsla hefst á nýju ári miðvikudaginn 4. janúar
Jólatrésskemmtanir eru þriðjudaginn 20. desember. Hið fyrra frá kl. 10:00-11:30 (mæting kl. 09:45) og hið seinna frá kl. 12:00-13:30 (mæting kl. 11:45). Nemendur safnast saman í skólastofunum sínum og ganga svo með sínum kennara að trénu í salnum. Engin kennsla eða gæsla er þennan dag og því miður er ekkert pláss fyrir foreldra eða vini á þessum jólatrésskemmtunum. Kl. 10:00-11:30 5 ára EE 5 ára B
Bæklingur sem ber nafnið "Velkomin í Ísaksskóla" er ætlaður foreldrum og forráðamönnum barna skólans. Hann inniheldur samantekt á öllum helstu upplýsingum um skólastarfið sem gott er að hafa við höndina
"Ég er sérstaklega ánægður með hversu lítill skólinn er. Allar boðleiðir eru því stuttar. Barnið er öruggt í þessu litla umhverfi þar sem hlýja og persónuleg samskipti eru ofar öllu."
Páll Harðarson,
skólanefndarformaður
"Ótrúlega persónulegt umhverfi, haldið í gamlar hefðir og framúrskarandi starfsfólk með einstaka hæfileika til að ná fram því besta hjá börnunum okkar"
Sigríður Hrund Pétursdóttir,
móðir Snæfríðar í 8 ára bekk
Um viðbrögð þegar röskun verður á skólastarfi vegna óveðurs
Gefnar hafa verið út reglur um viðbrögð þegar röskun verður á skólastarfi vegna óveðurs. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins/stjórn Almannavarna á höfuðborgarsvæðinu hefur látið gera leiðbeinandi vinnureglur um viðbrögð í óveðri í samráði við fulltrúa sveitarfélaganna á svæðinu. Bæði er um að ræða leiðbeiningar til starfsmanna skólanna og foreldra. Þessar reglur gilda líka ef öskufalls verður vart í Reykjavík.