Skólasundið hjá 6-9 ára hófst þriðjudaginn 27. ágúst og verður í Sundhöll Reykjavíkur eins og áður. Ólympíuhlaup ÍSÍ verður haldið föstudaginn 6. september undir styrkri stjórn Irmu, Matta krull og Sóleyjar Óskar. Söngur á sal verður í fyrst sinn föstudaginn 6. september. 5 ára börnin bætast í hópinn seinna. Bekkjarmyndir verða teknar 24.-26. september. Farið verður í fjallgöngu með stuttum fyrirv
Kæru foreldrar/forsjáraðilar. (In english below) Ísaksskóli verður hnetufrír skóli frá og með morgundeginum 29. ágúst þar sem við höfum nú nemendur með bráðaofnæmi. Einstaklingar sem eru með bráðaofnæmi þurfa ekki að borða hnetur til að fá ofnæmi, nóg er að komast í snertingu við matvæli eða jafnvel einstakling sem hefur meðhöndlað hnetur til að fá mjög slæm og lífshættuleg ofnæmisviðbrögð. Við le
Kæru foreldrar/forsjáraðilar. Nú er verið að fara yfir og bóka endanlega skólasamningana. Nokkrir hafa sent inn fleiri en einn samning fyrir sama barn og notum við ávalt nýjasta skólasamninginn. Eldri samningum fyrir sama barn er eytt. Njótið haustsins og takk fyrir að skrá samningana. Starfsfólk skrifstofa Ísaksskóla
Bæklingur sem ber nafnið "Velkomin í Ísaksskóla" er ætlaður foreldrum og forráðamönnum barna skólans. Hann inniheldur samantekt á öllum helstu upplýsingum um skólastarfið sem gott er að hafa við höndina
"Ég er sérstaklega ánægður með hversu lítill skólinn er. Allar boðleiðir eru því stuttar. Barnið er öruggt í þessu litla umhverfi þar sem hlýja og persónuleg samskipti eru ofar öllu."
Páll Harðarson,
skólanefndarformaður
"Ótrúlega persónulegt umhverfi, haldið í gamlar hefðir og framúrskarandi starfsfólk með einstaka hæfileika til að ná fram því besta hjá börnunum okkar"
Sigríður Hrund Pétursdóttir,
móðir Snæfríðar í 9 ára bekk
Um viðbrögð þegar röskun verður á skólastarfi vegna óveðurs
Gefnar hafa verið út reglur um viðbrögð þegar röskun verður á skólastarfi vegna óveðurs. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins/stjórn Almannavarna á höfuðborgarsvæðinu hefur látið gera leiðbeinandi vinnureglur um viðbrögð í óveðri í samráði við fulltrúa sveitarfélaganna á svæðinu. Bæði er um að ræða leiðbeiningar til starfsmanna skólanna og foreldra. Þessar reglur gilda líka ef öskufalls verður vart í Reykjavík.