Vinavika er hafin og endar föstudaginn 4. nóvember. Dagur íslenskrar tungu er miðvikudaginn 16. nóvember. Við höldum upp á daginn og gerum okkur glaðan dag. Skipulagsdagur verður föstudaginn 18. nóvember. Engin starfsemi er í Sunnuhlíð né Sólbrekku þennan dag. Fyrsti sunnudagur í aðventu er 27. nóvember. Við kveiktum á fyrsta kerti aðventukransins föstudaginn 25. nóvember. Með fallegum vetrarkveðj
Kæru foreldrar/forráðamenn. Alþjóðlegi bangsadagurinn er í dag 27. október. Við höldum upp á hann á morgun föstudaginn 28. október. Nemendur mega koma með bangsa (tuskudýr) sem passa í skólatöskuna og jafnframt vera með þá í söng á sal en ekki í frímínútum. Það verður spennandi að sjá fallega fólkið í söngstundinni með sinn uppáhalds bangsa í fanginu. Bestu kveðjur, Lára Jóhannesdóttir Skrifstofus
Kæru foreldrar/forráðamennUm helgina hefjast framkvæmdir við Ísaksskóla. Skipta á um þakklæðningu, rennur og fráfallsrör á gömlu byggingunni. Áætlaður framkvæmdatími er 2-3 vikur en eins og maðurinn sagði þá getur það dregist ef veðráttan verður óhagstæð. Vinnupallarnir verða reistir norðan við bygginguna svo raskið verði sem minnst inni á lóðinni. Sunnan megin verður reist girðing og öryggi barna
Bæklingur sem ber nafnið "Velkomin í Ísaksskóla" er ætlaður foreldrum og forráðamönnum barna skólans. Hann inniheldur samantekt á öllum helstu upplýsingum um skólastarfið sem gott er að hafa við höndina
"Ég er sérstaklega ánægður með hversu lítill skólinn er. Allar boðleiðir eru því stuttar. Barnið er öruggt í þessu litla umhverfi þar sem hlýja og persónuleg samskipti eru ofar öllu."
Páll Harðarson,
skólanefndarformaður
"Ótrúlega persónulegt umhverfi, haldið í gamlar hefðir og framúrskarandi starfsfólk með einstaka hæfileika til að ná fram því besta hjá börnunum okkar"
Sigríður Hrund Pétursdóttir,
móðir Snæfríðar í 8 ára bekk
Um viðbrögð þegar röskun verður á skólastarfi vegna óveðurs
Gefnar hafa verið út reglur um viðbrögð þegar röskun verður á skólastarfi vegna óveðurs. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins/stjórn Almannavarna á höfuðborgarsvæðinu hefur látið gera leiðbeinandi vinnureglur um viðbrögð í óveðri í samráði við fulltrúa sveitarfélaganna á svæðinu. Bæði er um að ræða leiðbeiningar til starfsmanna skólanna og foreldra. Þessar reglur gilda líka ef öskufalls verður vart í Reykjavík.