Elskulegu foreldrar/forsjáraðilar. Í dag var leikjadagur Ísaksskóla haldinn í blíðskaparveðri. Haldið var fylktu liði á Klambratúnið eftir frímínútur þar sem litla fólkið tók þátt í skemmtilegum leikjum sem íþróttakennarar skólans höfðu skipulagt. Þar nutu starfsmenn og nemendur yndislegrar samveru. Þegar heim var komið stóð foreldrafélagið fyrir grillveislu, þar sem grillaðar voru pylsur fyrir gl
Verkalýðsdagurinn er miðvikudaginn 1. maí og er almennur frídagur. Uppstigningardagur er fimmtudaginn 9. maí og er almennur frídagur. Leikjadagur verður fimmtudaginn 16. maí. Farið verður á Klambratún og farið í leiki sem Matti krull, Irma og Sóley Ósk skipuleggja. Skipulagsdagur verður föstudaginn 17. maí. Engin starfsemi er í Sunnuhlíð né Sólbrekku þennan dag. Annar í hvítasunnu er mánudaginn 20
Fyrsti skóladagur eftir páska var í dag og við öll, stór og smá, kát og hress og til í vorið. Ársfundur Skóla Ísaks Jónssonar verður haldinn þriðjudaginn 16. apríl kl. 17:30 á sal skólans. Allir foreldrar/forsjáraðilar og starfsfólk er hvatt til að mæta. Sumardagurinn fyrsti er fimmtudaginn 25. apríl og er almennur frídagur. Daginn eftir, föstudaginn 26. apríl, er frídagur í Ísaksskóla. Með ljúfum
Bæklingur sem ber nafnið "Velkomin í Ísaksskóla" er ætlaður foreldrum og forráðamönnum barna skólans. Hann inniheldur samantekt á öllum helstu upplýsingum um skólastarfið sem gott er að hafa við höndina
"Ég er sérstaklega ánægður með hversu lítill skólinn er. Allar boðleiðir eru því stuttar. Barnið er öruggt í þessu litla umhverfi þar sem hlýja og persónuleg samskipti eru ofar öllu."
Páll Harðarson,
skólanefndarformaður
"Ótrúlega persónulegt umhverfi, haldið í gamlar hefðir og framúrskarandi starfsfólk með einstaka hæfileika til að ná fram því besta hjá börnunum okkar"
Sigríður Hrund Pétursdóttir,
móðir Snæfríðar í 9 ára bekk
Um viðbrögð þegar röskun verður á skólastarfi vegna óveðurs
Gefnar hafa verið út reglur um viðbrögð þegar röskun verður á skólastarfi vegna óveðurs. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins/stjórn Almannavarna á höfuðborgarsvæðinu hefur látið gera leiðbeinandi vinnureglur um viðbrögð í óveðri í samráði við fulltrúa sveitarfélaganna á svæðinu. Bæði er um að ræða leiðbeiningar til starfsmanna skólanna og foreldra. Þessar reglur gilda líka ef öskufalls verður vart í Reykjavík.