Kæru foreldrar/forráðamenn. Á morgun (fimmtudag) og á föstudag þreyta nemendur 9 ára EBH og 9 ára BVK samræmd próf. Vinsamlega gangið hljóðlega um og notið eingöngu neðri ganginn til kl. 12:00 báða dagana. Vegna prófanna verður ekki söngur á sal á föstudagsmorgun. Báða dagana verða 8 ára bekkirnir í ferðum úr húsi á meðan á prófunum stendur. Með hlýjum kveðjum, starfsfólk Ísaksskóla
Kæru foreldrar/forráðamenn. Mikið magn af óskilamunum hefur nú safnast fyrir hjá okkur eftir fyrstu þrjár vikur skólans. Um leið og ég bið ykkur að kíkja í körfurnar og athuga hvort þar leynist eitthvað sem tilheyrir ykkar barni, vil ég minna á mikilvægi þess að merkja föt barnanna vel og vandlega með fullu nafni barnsins. kær kveðja Lára Jóhannesdóttir
Á laugardaginn kemur, 9. september, býður Foreldrafélag Ísaksskóla nemendum og fjölskyldum þeirra á haustfagnað á skólalóðinni á milli kl 10:30-12:30. Í boði verða hoppukastalar, Sirkus Íslands, andlitsmálning, léttar veitingar fyrir börn og foreldra, ljúf tónlist og almenn skemmtilegheit. Samræmd próf verða í íslensku fimmtudaginn 28. september og í stærðfræði föstudaginn 29. september hjá 9 ára.
Bæklingur sem ber nafnið "Velkomin í Ísaksskóla" er ætlaður foreldrum og forráðamönnum barna skólans. Hann inniheldur samantekt á öllum helstu upplýsingum um skólastarfið sem gott er að hafa við höndina
"Ég er sérstaklega ánægður með hversu lítill skólinn er. Allar boðleiðir eru því stuttar. Barnið er öruggt í þessu litla umhverfi þar sem hlýja og persónuleg samskipti eru ofar öllu."
Páll Harðarson,
skólanefndarformaður
"Ótrúlega persónulegt umhverfi, haldið í gamlar hefðir og framúrskarandi starfsfólk með einstaka hæfileika til að ná fram því besta hjá börnunum okkar"
Sigríður Hrund Pétursdóttir,
móðir Snæfríðar í 9 ára bekk
Um viðbrögð þegar röskun verður á skólastarfi vegna óveðurs
Gefnar hafa verið út reglur um viðbrögð þegar röskun verður á skólastarfi vegna óveðurs. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins/stjórn Almannavarna á höfuðborgarsvæðinu hefur látið gera leiðbeinandi vinnureglur um viðbrögð í óveðri í samráði við fulltrúa sveitarfélaganna á svæðinu. Bæði er um að ræða leiðbeiningar til starfsmanna skólanna og foreldra. Þessar reglur gilda líka ef öskufalls verður vart í Reykjavík.