Síðasti kennsludagur er á morgun, fimmtudagurinn 6. júní. Þessi dagur er hefðbundinn skóladagur til kl. 13:20 hjá 5 ára og til kl. 14:00 hjá 6-9 ára. Þá hefjast skólaslit. Foreldrar/forráðamenn og fjölskyldur eru velkomnar í skólann að hlýða á tröppusöng. Við reiknum með að hafa skólaslitin inni í salnum okkar þar sem veðurguðirnir eru okkur ekki hliðhollir þessa dagana.
Kl. 13:20 Tröppusöngur 5 ára
Kl. 14:00 Tröppusöngur 6-9 ára
Engin frístund er að skólaslitum loknum.
Sumarskólinn hjá 5 og 6 ára hefst miðvikudaginn 12. júní.
Með ljúfum kveðjum,
starfsfólk Ísaksskóla