Sumarið í Ísaksskóla

Kæru núverandi og væntanlegu foreldrar/forsjáraðilar.

Starfsfólk skrifstofunnar er komið í sumarleyfi og skrifstofan því lokuð til þriðjudagsins 13. ágúst. Sumarskólinn er að sjálfsögðu opinn til 18. júlí eins og áður hefur komið fram og er okkar frábæra starfsfólk tilbúið til að svara erindum er varða sumarskólann í síma 553 2590.

Umsóknum um skólavist sem berast í sumar verður svarað fljótt.

Njótið sumarsins og mikið hlökkum við til að hitta fallega fólkið ykkar í haust.
Starfsfólk Ísaksskóla