Febrúar í Ísaksskóla

Bolludagur, sprengidagur og öskudagur eru 8., 9. og 10. febrúar. Þeir eru að jafnaði hefðbundnir skóladagar hjá okkur. Þó viljum við benda á að á:

bolludag mega börnin koma með rjómabollur í skólann í aukanesti.
sprengidag – saltkjöt og baunir, túkall.
öskudag mega börnin koma í búningum í skólann. Við viljum biðja ykkur um að geyma öll vopn heima. Þessi dagur er hefðbundinn fram yfir löngu frímínúturnar. Að þeim loknum tekur foreldrafélagið við og sér um skemmtiatriði á sal og í íþróttasal fram til kl.14:10.

Foreldradagur verður laugardaginn 13. febrúar. Þann dag og dagana þar á undan fara fram einstaklingsviðtöl foreldra við kennara. Kennarar munu hafa samband við foreldra og bjóða viðtalstíma.

Vetrarfrí er fimmtudaginn 25. febrúar og föstudaginn 26. febrúar.

Mót hækkandi sól,

Sigríður Anna Guðjónsdóttir