Nemendaverðlaun skóla-og frístundaráðs Reykjavíkurborgar

Nemendaverðlaun skóla- og frístundaráðs voru afhent í 14. sinn 23. maí við hátíðlega athöfn í Vættaskóla í Grafarvogi.  Þau eru veitt grunnskólanemum sem skarað hafa fram úr í námi, félagsfærni, virkni í félagsstarfi eða hafa sýnt frábæra frammistöðu á tilteknu sviði skólastarfsins.

Hún Dharma Elísabet okkar, í 9 ára SÓL hlaut þar verðlaun ásamt 30 öðrum framúrskarandi krökkum í Reykjavik.

Ísaksskólafjölskyldan óskar Dhörmu innilega til hamingju með frábæran árangur!

nemendaverdlaun_dharma