Spilasala á morgun

Starfsfólk Ísaksskóla er á leið í námsferð í mars og er því að selja veglega og fallega spilastokka með merki skólans á. Með spilunum fylgir bæklingur þar sem kenndir eru skemmtilegir spila-stærðfræðileikir fyrir fjölskylduna. 

Spil eru skemmtileg leið til að auka talnaskilning og stærðfræðiþekkingu. Helena Símonardóttir, kennari í Laugarnesskóla, hefur sett mörg skemmtileg stærðfræðispil á youtube, sem sjá má hér: https://www.youtube.com/channel/UC7eNUwKBPtB80lqwNzkMn_w/videos?view=0&shelf_id=0&sort=dd

Ísaksskólaspilin verða til sölu í andyri skólans á morgun, föstudaginn 22. janúar, frá kl. 8 – 9. Þau kosta 1.500 kr. og biðjum við áhugasama um að koma með reiðufé þar sem enginn posi er á staðnum. 

Með kærri kveðju, 
Starfsfólk Ísaksskóla.