Velkomin á heimilisfræðivef 6 ára bekkjar.
Í 6 ára bekk læra börnin almenna umgengni og frágang í eldhúsinu. Fá þjálfun í því að nota einföld eldhúsáhöld. Kynnist því að til eru bæði hollar og óhollar fæðutegundir, ásamt því að fræðast um grænmeti, ávexti og gagnsemi gersveppa.
Námsbók: Hollt og gott 1
Höfundar: Hjördís Jónsdóttir og Halldóra Birna Eggertsdóttir
Útgefandi: Námsgagnastofnun.
1 kennslustund:
Kynning. Lærðum um hættur sem leynast í eldhúsi og útbjuggum brauð með banana.
2. kennslustund
Fengum þjálfun í að nota beittan hníf og gerðum grænmetiskarl. | sækja
3. kennslustund
Lærðum að nota mæliskeiðar og gerðum ávaxtadrykk. | sækja
4. kennslustund
Kynntumst gagnsemi gersveppa og bökuðum Grallarabrauð. | sækja
5. kennslustund
Bóklegur heimilisfræðitími.
6. kennslustund
Gerðum Sparikúlur. | sækja
7. kennslustund
Gerðum verkefni um flokkun sorps, töluðum um mikilvægi þess að þvo ávexti áður en þeirra er neytt og gerðum ávaxtapinna. | sækja
8. kennslustund
Gerðum verkefni um mjólkurafurðir og blönduðum bananadrykk. | sækja
9. kennslustund
Gerðum skyr í sparibúningi. | sækja
10. kennslustund
Bökuðum Brauðbangsa. | sækja
11. kennslustund
Bóklegur heimilisfræðitími.
12. kennslustund
Þrifum skólatöskurnar okkar og kennslustofuna
13. kennslustund
Fórum í heimilisfræðileiki í tölvum
14. kennslustund
Gerðum skyrdrykk | sækja
15. kennslustund
Allir bjuggu til sína eigin uppskrift af ávaxtadrykk
16. kennslustund
Bökuðum súkkulaðismákökur | sækja
Valdís Lilja Andrésdóttir,
heimilisfræðikennari