Kæru foreldrar/forráðamenn Ég vil minna alla foreldra/forráðamenn á að skólareglan er sú að fara í raðir úti á skólalóð í upphafi dags en ekki inn í skólahús. Þetta á við alla nemendur sem eru ekki í gæslu í Sólbrekku fyrir kl. 8:30 á morgana. Ástæðan fyrir þessu er sú að við höfum ekki starfsfólk til þess að gæta barnanna og þar við situr. Það á eitt yfir alla að ganga og því treysti ég á ykkur a
Kæru Ísaksskólaforeldrar, Í dag var dreift tilboðsmiðum á jólahátíð Árbæjarsafns til Ísaksskólaforeldra. Dagarnir sem um ræðir árið 2016 eru aðventu sunnudagarnir 4., 11., og 18. desember frá kl 13 -17. Nánari upplýsingar um dagskrána má sjá á www.minjasafnreykjavikur.is Gott er að mæta tímanlega, því bílastæðin fyllast. Aðgangseyrir með tilboðsmiðanum er 820 kr. fyrir fullorðna, frítt fyrir yngri
Í dag var dagur íslenskrar tungu. Af því tilefni var haldin hátíð á sal skólans og fengum við til okkar góða gesti heimsókn. Það voru þau Herdís Anna Jónsdóttir og Steef van Oosterhout, hljóðfæraleikarar úr Sinfóníuhljómsveit Íslands sem komu og voru með stórskemmtilegt leik- og tónlistaratriði fyrir börnin. Herdís og Steef koma fram undir nafninu Duo Stemma. Þeirra starf má kynna sér með því að
Bæklingur sem ber nafnið "Velkomin í Ísaksskóla" er ætlaður foreldrum og forráðamönnum barna skólans. Hann inniheldur samantekt á öllum helstu upplýsingum um skólastarfið sem gott er að hafa við höndina
"Ég er sérstaklega ánægður með hversu lítill skólinn er. Allar boðleiðir eru því stuttar. Barnið er öruggt í þessu litla umhverfi þar sem hlýja og persónuleg samskipti eru ofar öllu."
Páll Harðarson,
skólanefndarformaður
"Ótrúlega persónulegt umhverfi, haldið í gamlar hefðir og framúrskarandi starfsfólk með einstaka hæfileika til að ná fram því besta hjá börnunum okkar"
Sigríður Hrund Pétursdóttir,
móðir Snæfríðar í 9 ára bekk
Um viðbrögð þegar röskun verður á skólastarfi vegna óveðurs
Gefnar hafa verið út reglur um viðbrögð þegar röskun verður á skólastarfi vegna óveðurs. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins/stjórn Almannavarna á höfuðborgarsvæðinu hefur látið gera leiðbeinandi vinnureglur um viðbrögð í óveðri í samráði við fulltrúa sveitarfélaganna á svæðinu. Bæði er um að ræða leiðbeiningar til starfsmanna skólanna og foreldra. Þessar reglur gilda líka ef öskufalls verður vart í Reykjavík.