Foreldradagur er miðvikudaginn 12. október. Þann dag fara fram einstaklingsviðtöl foreldra við kennara. Kennarar munu hafa samband við foreldra og bjóða viðtalstíma. Vetrarfrí er fimmtudaginn 20., föstudaginn 21. og mánudaginn 24. október. Athugið að á foreldradegi er engin kennsla né starfsemi í skólanum. Sólbrekka verður opin í vetrarfríinu fyrir 5 ára börn sem ekki taka vetrarfrí. Alþjóðlegi ba
Ágætu foreldrar/forráðamenn nemenda í Ísaksskóla . Myndatökur á vegum Skólamynda verða mánudaginn 3. október og miðvikudaginn 5. október. 5 og 6 ára nemendur verða myndaðir mánud. 3. okt. og 7, 8 og 9 ára miðvikud. 5.okt. Við myndum einstaklingsmyndir og hópmyndir af nemendum. Myndirnar fara síðan inná vef Skólamynda og með aðgangslykli skólans getur fólk skoðað, valið og pantað myndir. Hverjum og
Kæru foreldrar/forráðamenn. Á morgun (fimmtudag) og á föstudag þreyta nemendur 9 ára bekkja samræmd próf. Vinsamlega gangið hljóðlega um og notið eingöngu neðri ganginn til kl. 12:00 báða dagana. Vegna prófanna verður ekki söngur á sal á föstudagsmorgun. Einnig fellur sundið niður hjá 8 ára bekkjunum á morgun, fimmtudag. Með skólakveðjum, starfsfólk Ísaksskóla
Bæklingur sem ber nafnið "Velkomin í Ísaksskóla" er ætlaður foreldrum og forráðamönnum barna skólans. Hann inniheldur samantekt á öllum helstu upplýsingum um skólastarfið sem gott er að hafa við höndina
"Ég er sérstaklega ánægður með hversu lítill skólinn er. Allar boðleiðir eru því stuttar. Barnið er öruggt í þessu litla umhverfi þar sem hlýja og persónuleg samskipti eru ofar öllu."
Páll Harðarson,
skólanefndarformaður
"Ótrúlega persónulegt umhverfi, haldið í gamlar hefðir og framúrskarandi starfsfólk með einstaka hæfileika til að ná fram því besta hjá börnunum okkar"
Sigríður Hrund Pétursdóttir,
móðir Snæfríðar í 9 ára bekk
Um viðbrögð þegar röskun verður á skólastarfi vegna óveðurs
Gefnar hafa verið út reglur um viðbrögð þegar röskun verður á skólastarfi vegna óveðurs. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins/stjórn Almannavarna á höfuðborgarsvæðinu hefur látið gera leiðbeinandi vinnureglur um viðbrögð í óveðri í samráði við fulltrúa sveitarfélaganna á svæðinu. Bæði er um að ræða leiðbeiningar til starfsmanna skólanna og foreldra. Þessar reglur gilda líka ef öskufalls verður vart í Reykjavík.