Kæru foreldrar/forráðamenn 5 ára barna, Við minnum á foreldrafundinn kl. 17:30 á sal skólans í dag, fimmtudag. Ekki er ætlast til að börnin komi með á fundinn. Við hlökkum til að sjá ykkur sem flest, starfsfólk Ísaksskóla
Kæru foreldrar/forráðamenn Senn lýkur sumarleyfum nemenda. Starfsfólk Ísaksskóla hlakkar til að hitta þá aftur sem og nýja nemendur við skólann. Við bjóðum ykkur öll hjartanlega velkomin til samstarfs á nýju skólaári. Áður en skólinn hefst viljum við benda á nokkur atriði sem gott er að hafa í huga við skólabyrjun. Mánudaginn 22. ágúst er fyrsti skóladagur hjá 6, 7, 8 og 9 ára nemendum. Skóladagur
Kæru foreldrar og forráðamenn. Eins og áður hefur verið kynnt hefur verið ákveðið í nánu samráði við Sigríði Önnu skólastjóra að gjöf foreldrafélagsins í ár (2016) verði fjórir skjávarpar til kennslu í 6 og 7 ára bekkjum. Ágóðinn af páskabingóinu var tæpleg 400 þúsund, sem við erum mjög ánægð með. Með þessari veglegu gjöf er skólinn kominn langt með að setja skjávarpa í allar kennslustofur. Er þet
Bæklingur sem ber nafnið "Velkomin í Ísaksskóla" er ætlaður foreldrum og forráðamönnum barna skólans. Hann inniheldur samantekt á öllum helstu upplýsingum um skólastarfið sem gott er að hafa við höndina
"Ég er sérstaklega ánægður með hversu lítill skólinn er. Allar boðleiðir eru því stuttar. Barnið er öruggt í þessu litla umhverfi þar sem hlýja og persónuleg samskipti eru ofar öllu."
Páll Harðarson,
skólanefndarformaður
"Ótrúlega persónulegt umhverfi, haldið í gamlar hefðir og framúrskarandi starfsfólk með einstaka hæfileika til að ná fram því besta hjá börnunum okkar"
Sigríður Hrund Pétursdóttir,
móðir Snæfríðar í 9 ára bekk
Um viðbrögð þegar röskun verður á skólastarfi vegna óveðurs
Gefnar hafa verið út reglur um viðbrögð þegar röskun verður á skólastarfi vegna óveðurs. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins/stjórn Almannavarna á höfuðborgarsvæðinu hefur látið gera leiðbeinandi vinnureglur um viðbrögð í óveðri í samráði við fulltrúa sveitarfélaganna á svæðinu. Bæði er um að ræða leiðbeiningar til starfsmanna skólanna og foreldra. Þessar reglur gilda líka ef öskufalls verður vart í Reykjavík.