Gleðilegt nýtt ár 2024! Um leið og við þökkum fyrir allar góðu stundirnar á árinu sem var að kveðja þá hlökkum við til enn fleiri gefandi stunda með ykkur á nýja árinu. Skipulagsdagur verður miðvikudaginn 3. janúar. Engin starfsemi er í Sunnuhlíð né Sólbrekku þennan dag. Fyrsti skóladagurinn á nýju ári er fimmtudagurinn 4. janúar kl. 8:30. Morgungæslan verður á sínum stað. Skólaleikar verða miðvik
Kæru vinir, Við í Ísaksskóla sendum ykkur bestu óskir um gleðileg jól og heillaríkt nýtt ár og þökkum samstarfið og samveruna á árinu sem er að líða. Kennsla hefst á nýju ári fimmtudaginn 4. janúar. Starfsfólk Ísaksskóla.
Elskulegu foreldrar/forráðamenn. Við sendum ykkur hjartans þakkir fyrir dásamlegu ostakörfuna sem foreldrafélagið færði okkur í morgunsárið. Við nutum þess í morgun að gæða okkur á dásamlegum ostum og dýrðar kræsingum. Takk fyrir ykkur! Takk fyrir að treysta okkur fyrir því dýrmætasta sem þið eigið! Takk fyrir samvinnuna og gleðina! Starfsfólk Ísaksskóla
Bæklingur sem ber nafnið "Velkomin í Ísaksskóla" er ætlaður foreldrum og forráðamönnum barna skólans. Hann inniheldur samantekt á öllum helstu upplýsingum um skólastarfið sem gott er að hafa við höndina
"Ég er sérstaklega ánægður með hversu lítill skólinn er. Allar boðleiðir eru því stuttar. Barnið er öruggt í þessu litla umhverfi þar sem hlýja og persónuleg samskipti eru ofar öllu."
Páll Harðarson,
skólanefndarformaður
"Ótrúlega persónulegt umhverfi, haldið í gamlar hefðir og framúrskarandi starfsfólk með einstaka hæfileika til að ná fram því besta hjá börnunum okkar"
Sigríður Hrund Pétursdóttir,
móðir Snæfríðar í 9 ára bekk
Um viðbrögð þegar röskun verður á skólastarfi vegna óveðurs
Gefnar hafa verið út reglur um viðbrögð þegar röskun verður á skólastarfi vegna óveðurs. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins/stjórn Almannavarna á höfuðborgarsvæðinu hefur látið gera leiðbeinandi vinnureglur um viðbrögð í óveðri í samráði við fulltrúa sveitarfélaganna á svæðinu. Bæði er um að ræða leiðbeiningar til starfsmanna skólanna og foreldra. Þessar reglur gilda líka ef öskufalls verður vart í Reykjavík.