Vinasamtök Skóla Ísaks Jónssonar, Vinir Ísaksskóla hafa ákveðið að ráðast í gerð heimildarmyndar um Ísak Jónsson og Ísaksskóla. Skólinn verður 90 ára á þessu ári og er ráðgert að frumsýna myndina á afmælisárinu.
Skóli Ísaks Jónssonar er sannarlega menntastofnun sem á sér fáar líkar. Skólinn hlúir að börnum jafnt á grundvelli vináttu og menntunar en með þau einkennisorð í farteskinu hóf Ísak Jónsson vegferð skólans fyrir 89 árum síðan. Hugdjarfar kenns
Bolludagur, sprengidagur og öskudagur eru 8., 9. og 10. febrúar. Þeir eru að jafnaði hefðbundnir skóladagar hjá okkur. Þó viljum við benda á að á: … bolludag mega börnin koma með rjómabollur í skólann í aukanesti. … sprengidag – saltkjöt og baunir, túkall. … öskudag mega börnin koma í búningum í skólann. Við viljum biðja ykkur um að geyma öll vopn heima. Þessi dagur er hefð
Bæklingur sem ber nafnið "Velkomin í Ísaksskóla" er ætlaður foreldrum og forráðamönnum barna skólans. Hann inniheldur samantekt á öllum helstu upplýsingum um skólastarfið sem gott er að hafa við höndina
"Ég er sérstaklega ánægður með hversu lítill skólinn er. Allar boðleiðir eru því stuttar. Barnið er öruggt í þessu litla umhverfi þar sem hlýja og persónuleg samskipti eru ofar öllu."
Páll Harðarson,
skólanefndarformaður
"Ótrúlega persónulegt umhverfi, haldið í gamlar hefðir og framúrskarandi starfsfólk með einstaka hæfileika til að ná fram því besta hjá börnunum okkar"
Sigríður Hrund Pétursdóttir,
móðir Snæfríðar í 9 ára bekk
Um viðbrögð þegar röskun verður á skólastarfi vegna óveðurs
Gefnar hafa verið út reglur um viðbrögð þegar röskun verður á skólastarfi vegna óveðurs. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins/stjórn Almannavarna á höfuðborgarsvæðinu hefur látið gera leiðbeinandi vinnureglur um viðbrögð í óveðri í samráði við fulltrúa sveitarfélaganna á svæðinu. Bæði er um að ræða leiðbeiningar til starfsmanna skólanna og foreldra. Þessar reglur gilda líka ef öskufalls verður vart í Reykjavík.