Kæru foreldrar/forráðamenn, Við erum búin að dreifa öllum óskilamunum á borð fyrir framan myndmenntastofuna. Vinsamlega komið þar við næstu daga og athugið hvort ekki leynist flík eða flíkur frá ykkar börnum í bunkanum. Okkar bestu kveðjur, starfsfólk Ísaksskó
Kæru foreldrar/forráðamenn, Á föstudagsmorgun að loknum söng á sal munum við, ef veður leyfir, fara út með börnunum til þess að fylgjast með sólmyrkvanum. Allir sem vilja slást í hópinn með okkur eru velkomnir. Ég gerði tilraun til að kaupa hlífðargleraugu ti
Kæru foreldrar/forráðamenn, Niðurstöður samræmdra prófa þetta skólaárið liggja fyrir. Nemendur okkar eru með hæstu meðaleinkunn í íslensku yfir allt landið, sjötta árið í röð. Í stærðfræði eru þeir líka með hæstu með
Bæklingur sem ber nafnið "Velkomin í Ísaksskóla" er ætlaður foreldrum og forráðamönnum barna skólans. Hann inniheldur samantekt á öllum helstu upplýsingum um skólastarfið sem gott er að hafa við höndina
"Ég er sérstaklega ánægður með hversu lítill skólinn er. Allar boðleiðir eru því stuttar. Barnið er öruggt í þessu litla umhverfi þar sem hlýja og persónuleg samskipti eru ofar öllu."
Páll Harðarson,
skólanefndarformaður
"Ótrúlega persónulegt umhverfi, haldið í gamlar hefðir og framúrskarandi starfsfólk með einstaka hæfileika til að ná fram því besta hjá börnunum okkar"
Sigríður Hrund Pétursdóttir,
móðir Snæfríðar í 9 ára bekk
Um viðbrögð þegar röskun verður á skólastarfi vegna óveðurs
Gefnar hafa verið út reglur um viðbrögð þegar röskun verður á skólastarfi vegna óveðurs. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins/stjórn Almannavarna á höfuðborgarsvæðinu hefur látið gera leiðbeinandi vinnureglur um viðbrögð í óveðri í samráði við fulltrúa sveitarfélaganna á svæðinu. Bæði er um að ræða leiðbeiningar til starfsmanna skólanna og foreldra. Þessar reglur gilda líka ef öskufalls verður vart í Reykjavík.