Það er gaman að segja frá því að hún Isabella okkar í 7 EÁK stóð uppi sem sigurvegari í getraun á Vísindavöku Rannís þetta árið en Einkaleyfastofan stóð fyrir getrauninni og tóku samtals 297 einstaklingar þátt í henni. Spurt var um fjölda bréfaklemma í glervasa sem komið hafði verið fyrir í sýningarbás Einkaleyfastofunnar. Fjöldinn var 1.987, en enginn þátttakandi var með rétt svar. Aftur á móti v
Kæru vinir, matseðill fyrir skólamáltíðir októbermánaðar er nú kominn inn hér vinstra megin á síðunni undir liðnum „Matseðill mánaðarins“ Góðar stundir.
Kæru vinir, hér kemur yfirlit yfir það helsta sem er að gerast hjá okkur í októbermánuði: Sundið er komið í frí. Fyrsti sundtími eftir fríið er þriðjudaginn 29. október. Vinavika verður 30. september – 4. október Þemadagar verða þriðjudaginn 15., miðvikudaginn 16. og fimmtudaginn 17. október. Vetrarfrí er föstudaginn 18. október, mánudaginn 21. og þriðjudaginn 22. október. Athugið að þessa þ
Bæklingur sem ber nafnið "Velkomin í Ísaksskóla" er ætlaður foreldrum og forráðamönnum barna skólans. Hann inniheldur samantekt á öllum helstu upplýsingum um skólastarfið sem gott er að hafa við höndina
"Ég er sérstaklega ánægður með hversu lítill skólinn er. Allar boðleiðir eru því stuttar. Barnið er öruggt í þessu litla umhverfi þar sem hlýja og persónuleg samskipti eru ofar öllu."
Páll Harðarson,
skólanefndarformaður
"Ótrúlega persónulegt umhverfi, haldið í gamlar hefðir og framúrskarandi starfsfólk með einstaka hæfileika til að ná fram því besta hjá börnunum okkar"
Sigríður Hrund Pétursdóttir,
móðir Snæfríðar í 9 ára bekk
Um viðbrögð þegar röskun verður á skólastarfi vegna óveðurs
Gefnar hafa verið út reglur um viðbrögð þegar röskun verður á skólastarfi vegna óveðurs. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins/stjórn Almannavarna á höfuðborgarsvæðinu hefur látið gera leiðbeinandi vinnureglur um viðbrögð í óveðri í samráði við fulltrúa sveitarfélaganna á svæðinu. Bæði er um að ræða leiðbeiningar til starfsmanna skólanna og foreldra. Þessar reglur gilda líka ef öskufalls verður vart í Reykjavík.