Kæru foreldrar/forsjáraðilar Hér var mikið hlegið, dansað og sungið í morgun þegar Langleggur, Skjóða og Kertasníkir komu sáu og sigruðu í salnum. Snilldarsýning í boði foreldrafélagsins sem stórir og smáir nutu í botn. Takk fyrir okkur! Hó hó hó, starfsfólk Ísaksskóla
Kirkjuferð er miðvikudaginn 7. desember. Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir tekur á móti nemendum, starfsfólki og foreldrum kl. 9:00 í Háteigskirkju. Lagt verður af stað frá skólanum kl. 8:30 stundvíslega. Börnin eiga að vera klædd eftir veðri því lagt er af stað frá skólanum og gengið til kirkju fljótlega eftir að hringt er inn. 5 ára bekkirnir fara fyrstir og síðan koll af kolli. Kirkjubekkir eru fr
Elskulegu foreldrar/forsjáraðilar Við vorum svo lánsöm í haust þegar okkar dásamlega foreldrafélag færði skólanum höfðinglega gjöf; Hljóðkerfi sem hentar vel þegar við fáum gesti í skólann með fyrirlestra og aðrar kynningar, en hentar einnig vel fyrir einsöng og hljóðfæraleik. Einnig fékk skólinn ýmsa aukahluti sem koma sér vel, míkrófóna og míkrófón statíf, snúrur við hæfi og nótnastand svo fátt
Bæklingur sem ber nafnið "Velkomin í Ísaksskóla" er ætlaður foreldrum og forráðamönnum barna skólans. Hann inniheldur samantekt á öllum helstu upplýsingum um skólastarfið sem gott er að hafa við höndina
"Ég er sérstaklega ánægður með hversu lítill skólinn er. Allar boðleiðir eru því stuttar. Barnið er öruggt í þessu litla umhverfi þar sem hlýja og persónuleg samskipti eru ofar öllu."
Páll Harðarson,
skólanefndarformaður
"Ótrúlega persónulegt umhverfi, haldið í gamlar hefðir og framúrskarandi starfsfólk með einstaka hæfileika til að ná fram því besta hjá börnunum okkar"
Sigríður Hrund Pétursdóttir,
móðir Snæfríðar í 9 ára bekk
Um viðbrögð þegar röskun verður á skólastarfi vegna óveðurs
Gefnar hafa verið út reglur um viðbrögð þegar röskun verður á skólastarfi vegna óveðurs. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins/stjórn Almannavarna á höfuðborgarsvæðinu hefur látið gera leiðbeinandi vinnureglur um viðbrögð í óveðri í samráði við fulltrúa sveitarfélaganna á svæðinu. Bæði er um að ræða leiðbeiningar til starfsmanna skólanna og foreldra. Þessar reglur gilda líka ef öskufalls verður vart í Reykjavík.