Nemendur í 6 ára SÓL, í Ísaksskóla, sýna verk sín unnin í átthagafræði og fleiri námsgreinum vorið 2022. Börnin hafa komið með kennara sínum í Þjóðminjasafnið í hverjum mánuði í allan vetur og fjallað um ólík þemu. Þau hafa meðal annars lært um fugla, sjávardýr, fána, tröll og þjóðsögur, þorra og húsdýr og líkamann. Í maí munu þau læra um barnasáttmálann og blóm. Þau munu enda veturinn á því að bj
Kæru vinir, það ríkti mikil gleði og kátína í skólahúsinu þegar nemendur og starfsfólk héldu Öskudaginn hátíðlegan í dag. Það er langt síðan það hefur verið svona gaman að setja upp grímu, og ólíkt grímunotkun síðustu mánaða og ára, voru grímurnar í dag af öllum stærðum og gerðum og glöddu bæði stóra og smáa. Búningar dagsins voru fjölbreyttir og má með sanni segja að ótrúlegt hugmyndaauðgi fékk a
Sprengidagur og öskudagur eru þriðjudaginn 1. og miðvikudaginn 2. mars. Þeir eru að jafnaði hefðbundnir skóladagar hjá okkur. Þó viljum við benda á að á: … sprengidag – saltkjöt og baunir, túkall. … öskudag mega börnin koma í búningum í skólann. Við viljum biðja ykkur um að geyma öll vopn heima. Kötturinn verður sleginn úr tunnunni strax um morguninn svo það er mikilvægt að koma
Bæklingur sem ber nafnið "Velkomin í Ísaksskóla" er ætlaður foreldrum og forráðamönnum barna skólans. Hann inniheldur samantekt á öllum helstu upplýsingum um skólastarfið sem gott er að hafa við höndina
"Ég er sérstaklega ánægður með hversu lítill skólinn er. Allar boðleiðir eru því stuttar. Barnið er öruggt í þessu litla umhverfi þar sem hlýja og persónuleg samskipti eru ofar öllu."
Páll Harðarson,
skólanefndarformaður
"Ótrúlega persónulegt umhverfi, haldið í gamlar hefðir og framúrskarandi starfsfólk með einstaka hæfileika til að ná fram því besta hjá börnunum okkar"
Sigríður Hrund Pétursdóttir,
móðir Snæfríðar í 9 ára bekk
Um viðbrögð þegar röskun verður á skólastarfi vegna óveðurs
Gefnar hafa verið út reglur um viðbrögð þegar röskun verður á skólastarfi vegna óveðurs. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins/stjórn Almannavarna á höfuðborgarsvæðinu hefur látið gera leiðbeinandi vinnureglur um viðbrögð í óveðri í samráði við fulltrúa sveitarfélaganna á svæðinu. Bæði er um að ræða leiðbeiningar til starfsmanna skólanna og foreldra. Þessar reglur gilda líka ef öskufalls verður vart í Reykjavík.