Kæru foreldrar/forráðamenn. Eftirfarandi tilkynning kemur frá almannavörnum höfuðborgarsvæðisins: Eins og staðan er núna, þá er komin gul veðurviðvörun fyrir höfuðborgarsvæðið, þær eru reyndar tvær, ein frá 22:00 í dag til 02:00, en sú hefur ekki áhrif á skólastarf. Aftur á móti er önnur, sem gildir frá 12. janúar kl:11:00 til og með 13. janúar kl 12:00. (Eins og staðan er núna kl 15:28) Sjá freka
Á morgun þriðjudaginn 11. janúar lýkur skóladegi allra nemenda í 1.-4. bekk Ísaksskóla kl. 11:00. Þetta á við um alla nemendur hvort sem þeir fara í bólusetningu eða ekki. Foreldrar/forráðamenn sækja börnin sín út á skólalóð klukkan 11:00. Frístundin opnar síðan kl. 14:10 og verður opin til kl. 16:30. Mikilvægt er að fylgjast vel með þeim börnum sem fara í bólusetninguna. Þau gætu fengið aukaverka
Gleðilegt nýtt ár kæru foreldrar/forráðamenn Við hefjum skólastarfið á morgun við óvenjulegar aðstæður og tökum einn dag í einu. Skóladagurinn verur óbreyttur fyrir utan skerðingu á frístundastarfinu. Þetta getur auðvitað breyst með litlum fyrirvara og þá fá þið upplýsingar um það. Morgunfrístund 6-9 ára fellur niður þar sem nemendur mega ekki blandast milli hópa en 5 ára börnin mega koma inn frá
Bæklingur sem ber nafnið "Velkomin í Ísaksskóla" er ætlaður foreldrum og forráðamönnum barna skólans. Hann inniheldur samantekt á öllum helstu upplýsingum um skólastarfið sem gott er að hafa við höndina
"Ég er sérstaklega ánægður með hversu lítill skólinn er. Allar boðleiðir eru því stuttar. Barnið er öruggt í þessu litla umhverfi þar sem hlýja og persónuleg samskipti eru ofar öllu."
Páll Harðarson,
skólanefndarformaður
"Ótrúlega persónulegt umhverfi, haldið í gamlar hefðir og framúrskarandi starfsfólk með einstaka hæfileika til að ná fram því besta hjá börnunum okkar"
Sigríður Hrund Pétursdóttir,
móðir Snæfríðar í 9 ára bekk
Um viðbrögð þegar röskun verður á skólastarfi vegna óveðurs
Gefnar hafa verið út reglur um viðbrögð þegar röskun verður á skólastarfi vegna óveðurs. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins/stjórn Almannavarna á höfuðborgarsvæðinu hefur látið gera leiðbeinandi vinnureglur um viðbrögð í óveðri í samráði við fulltrúa sveitarfélaganna á svæðinu. Bæði er um að ræða leiðbeiningar til starfsmanna skólanna og foreldra. Þessar reglur gilda líka ef öskufalls verður vart í Reykjavík.