Síðasti kennsludagur skólaársins er fimmtudagurinn 10. júní. Þessi dagur er hefðbundinn skóladagur fram að skólaslitum sem vegna fjöldatakmarkana verður með breyttu sniði. Við kveðjum hvern árgang fyrir sig með tröppusöng. Að honum loknum fara börnin heim. Engin frístund er að skólaslitum loknum. Vegna fjöldatakmarkana mega að hámarki 2 gestir koma frá hverju barni. Kl. 12:40 Tröppusöngur 8 ára Kl
Himnarnir voru í heiðbláu sparifötunum sínum og sólin brosti sínu allra breiðasta á kampakát Ísaksskólabörn þegar þau héldu árlegan leikjadag hátíðlegan í dag. Sem fyrr lögðu börn og starfsfólk land undir fót og héldu í langri halarófu á Klambratún þar sem skipulagðir höfðu verið margskonar leikir og börnin léku við hvern sinn fingur.
Kæru foreldrar/forráðamenn Frá og með morgundeginum 11. maí eruð þið velkomnir inn í skólann eftir kl. 14:10 (13:25 í 5 ára) til þess að sækja börnin. Morgunfrístundin opnar aftur en aðalinngangurinn verður áfram lokaður þar til hringir inn á morgnana. Tómstundir hefjast líka aftur á morgun. Foreldrar, aðstandendur og aðrir utanaðkomandi skulu sýna aðgát þegar þeir koma inn í skólabyggingar og gæt
Bæklingur sem ber nafnið "Velkomin í Ísaksskóla" er ætlaður foreldrum og forráðamönnum barna skólans. Hann inniheldur samantekt á öllum helstu upplýsingum um skólastarfið sem gott er að hafa við höndina
"Ég er sérstaklega ánægður með hversu lítill skólinn er. Allar boðleiðir eru því stuttar. Barnið er öruggt í þessu litla umhverfi þar sem hlýja og persónuleg samskipti eru ofar öllu."
Páll Harðarson,
skólanefndarformaður
"Ótrúlega persónulegt umhverfi, haldið í gamlar hefðir og framúrskarandi starfsfólk með einstaka hæfileika til að ná fram því besta hjá börnunum okkar"
Sigríður Hrund Pétursdóttir,
móðir Snæfríðar í 9 ára bekk
Um viðbrögð þegar röskun verður á skólastarfi vegna óveðurs
Gefnar hafa verið út reglur um viðbrögð þegar röskun verður á skólastarfi vegna óveðurs. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins/stjórn Almannavarna á höfuðborgarsvæðinu hefur látið gera leiðbeinandi vinnureglur um viðbrögð í óveðri í samráði við fulltrúa sveitarfélaganna á svæðinu. Bæði er um að ræða leiðbeiningar til starfsmanna skólanna og foreldra. Þessar reglur gilda líka ef öskufalls verður vart í Reykjavík.