Foreldrafélag Ísaksskóla gladdi börnin í dag með dásamlegum og síðbúnum páskaglaðningi. Þar sem skólum landsins var lokað síðustu daga fyrir páskafrí gafst ekki tækifæri á að gefa glaðninginn þegar til stóð á síðasta skóladegi fyrir páska. Það ríkti mikill spenningur og gleði í skólastofunum þegar Matti okkar mjúki birtist færandi hendi með lítil páskaegg í öllum regnbogans litum. Heldur betur óvæ
Skólastarf hefst á morgun, miðvikudaginn 7. apríl kl 8:30 samkvæmt stundaskrá og nýrri reglugerð. Morgunfrístund 6-9 ára fellur niður þar sem nemendur mega ekki blandast milli hópa en 5 ára börnin mega koma inn frá kl. 8:15 eins og í nóvember. Eingöngu nemendur og starfsmenn mega koma inn í skólann og við munum aftur taka fram talstöðvarnar. Allir aðstandendur þurfa að vera með grímur á skólasvæði
Ársfundur Skóla Ísaks Jónssonar 2021 verður haldinn þriðjudaginn 27. apríl kl. 17:30 á sal skólans Dagskrá: 1. Ávarp formanns skólanefndar 2. Skýrsla skólanefndar 3. Ársreikningur fyrir síðasta starfsár 4. Kosning í stjórn skv. samþykktum skólans 5. Kosning endurskoðenda 7. Önnur mál Gleðilega páska, Sigríður Anna
Bæklingur sem ber nafnið "Velkomin í Ísaksskóla" er ætlaður foreldrum og forráðamönnum barna skólans. Hann inniheldur samantekt á öllum helstu upplýsingum um skólastarfið sem gott er að hafa við höndina
"Ég er sérstaklega ánægður með hversu lítill skólinn er. Allar boðleiðir eru því stuttar. Barnið er öruggt í þessu litla umhverfi þar sem hlýja og persónuleg samskipti eru ofar öllu."
Páll Harðarson,
skólanefndarformaður
"Ótrúlega persónulegt umhverfi, haldið í gamlar hefðir og framúrskarandi starfsfólk með einstaka hæfileika til að ná fram því besta hjá börnunum okkar"
Sigríður Hrund Pétursdóttir,
móðir Snæfríðar í 9 ára bekk
Um viðbrögð þegar röskun verður á skólastarfi vegna óveðurs
Gefnar hafa verið út reglur um viðbrögð þegar röskun verður á skólastarfi vegna óveðurs. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins/stjórn Almannavarna á höfuðborgarsvæðinu hefur látið gera leiðbeinandi vinnureglur um viðbrögð í óveðri í samráði við fulltrúa sveitarfélaganna á svæðinu. Bæði er um að ræða leiðbeiningar til starfsmanna skólanna og foreldra. Þessar reglur gilda líka ef öskufalls verður vart í Reykjavík.