Kæru foreldrar/forráðamenn. Í söng á sal á nýju ári erum við vön að syngja áramótalögin góðu og 7 ára nemendur sýna okkur álfadansa. Það hefur verið álfaþema hjá þeim síðan í haust í samstarfi umsjóna- og tónmenntakennara og hafa þau meðal annars farið á álfaslóðir í Hafnarfirði undir leiðsögn Bryndísar Björgvinsdóttur þjóðfræðings og mömmu í árganginum. Til þess að virða allar reglur á þessum skr
Gleðilegt ár kæru foreldrar/forráðamenn! Þann 1. janúar sl. tók gildi ný reglugerð um takmörkun á skólastarfi sem gildir til og með 28. febrúar nk. Reglugerðin kallar ekki á breytt verklag hjá okkur í Ísaksskóla og höldum við því okkar striki frá því fyrir jól. Þau ykkar sem lögðuð land undir fót og fóruð utan yfir hátíðirnar bið ég sérstaklega um að kynna ykkur þær aðgerðir sem eru í gildi við la
Starfsfólk Ísaksskóla óskar ykkur gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Við þökkum fyrir einstakt samstarf á þessu flókna ári sem senn er á enda. Við hlökkum til að hitta ykkur og börnin okkar á nýja árinu. Kennsla hefst miðvikudaginn 6. janúar 2021.
Bæklingur sem ber nafnið "Velkomin í Ísaksskóla" er ætlaður foreldrum og forráðamönnum barna skólans. Hann inniheldur samantekt á öllum helstu upplýsingum um skólastarfið sem gott er að hafa við höndina
"Ég er sérstaklega ánægður með hversu lítill skólinn er. Allar boðleiðir eru því stuttar. Barnið er öruggt í þessu litla umhverfi þar sem hlýja og persónuleg samskipti eru ofar öllu."
Páll Harðarson,
skólanefndarformaður
"Ótrúlega persónulegt umhverfi, haldið í gamlar hefðir og framúrskarandi starfsfólk með einstaka hæfileika til að ná fram því besta hjá börnunum okkar"
Sigríður Hrund Pétursdóttir,
móðir Snæfríðar í 9 ára bekk
Um viðbrögð þegar röskun verður á skólastarfi vegna óveðurs
Gefnar hafa verið út reglur um viðbrögð þegar röskun verður á skólastarfi vegna óveðurs. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins/stjórn Almannavarna á höfuðborgarsvæðinu hefur látið gera leiðbeinandi vinnureglur um viðbrögð í óveðri í samráði við fulltrúa sveitarfélaganna á svæðinu. Bæði er um að ræða leiðbeiningar til starfsmanna skólanna og foreldra. Þessar reglur gilda líka ef öskufalls verður vart í Reykjavík.