Beint streymi frá söngstund á sal í morgun, 11. september gekk vonum framar. Fjölmargir fylgdust með beinni útsendingu sem skilaði sér fullkomlega undir öruggri stjórn starfsmanna Skjáskots. Síðan hafa margir skoðað og hlustað á söngstundina í dag en síðan hverfur hún af leynisvæði skólans á Youtube. Við þökkum þeim sem fylgdust með þessari frumraun.
Söngur á sal á föstudagsmorgnum er gæðastund hér í Ísaksskóla og nærvera ykkar, kæru foreldrar/ forráðamenn er svo mikill hluti af töfrunum sem skapast í morgunsárið. Þar sem Covid-19 ástandið kemur í veg fyrir að við getum boðið ykkur inn höfum við ákveðið að streyma söngstundinni í fyrramálið. Streymið hefst um kl. 8:45 og eins og alltaf syngja börnin nokkur lög. Til þess að komast inn á streym
Kæru vinir, Reikningagerð vegna skólaársins er nú hafin hjá okkur og hafa allir foreldrar/forráðamenn fengið september reikninginn í tölvupósti. Mikilvægt er að tölvupóstfang greiðanda sé rétt skráð hjá skólanum. Ef einhver telur sig ekki hafa fengið reikninginn er best að hafa samband við Láru skrifstofustjóra í síma 553 2590 eða lara@isaksskoli.is. Stofnuð er bankakrafa vegna allra reikninga á k
Bæklingur sem ber nafnið "Velkomin í Ísaksskóla" er ætlaður foreldrum og forráðamönnum barna skólans. Hann inniheldur samantekt á öllum helstu upplýsingum um skólastarfið sem gott er að hafa við höndina
"Ég er sérstaklega ánægður með hversu lítill skólinn er. Allar boðleiðir eru því stuttar. Barnið er öruggt í þessu litla umhverfi þar sem hlýja og persónuleg samskipti eru ofar öllu."
Páll Harðarson,
skólanefndarformaður
"Ótrúlega persónulegt umhverfi, haldið í gamlar hefðir og framúrskarandi starfsfólk með einstaka hæfileika til að ná fram því besta hjá börnunum okkar"
Sigríður Hrund Pétursdóttir,
móðir Snæfríðar í 9 ára bekk
Um viðbrögð þegar röskun verður á skólastarfi vegna óveðurs
Gefnar hafa verið út reglur um viðbrögð þegar röskun verður á skólastarfi vegna óveðurs. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins/stjórn Almannavarna á höfuðborgarsvæðinu hefur látið gera leiðbeinandi vinnureglur um viðbrögð í óveðri í samráði við fulltrúa sveitarfélaganna á svæðinu. Bæði er um að ræða leiðbeiningar til starfsmanna skólanna og foreldra. Þessar reglur gilda líka ef öskufalls verður vart í Reykjavík.