Kæru foreldrar/forsjáraðilar. Í morgun upplifðum við yndisstund í morgunsárið þegar Una Torfadóttir heiðraði okkur með nærveru sinni og tók lagið með okkar allra besta fólki. Það var undurfalleg orka í loftinu og ekki laust við að manni vöknaði um augu við hlustunina. Myndband af söngnum má finna á læstu svæði á heimasíðunni okkar hér. Kær kveðja úr Ísaksskóla
Nóvember i Ísaksskóla Vinavika verður 4.-8. nóvember. Dagur íslenskrar tungu er laugardaginn 16. nóvember. Við höldum upp á daginn með ýmsum verkefnum í vikunni á undan ásamt því að skáldið Aðalsteinn Ásberg kemur í heimsókn. Skipulagsdagur verður föstudaginn 22. nóvember. Engin starfsemi er í Sunnuhlíð né Sólbrekku þennan dag. Fyrsti sunnudagur í aðventu er 1. desember. Við kveikjum á fyrsta kert
Elskulegu foreldrar/forsjáraðilar. Á morgun föstudaginn 6. september munu nemendur Ísaksskóla taka þátt í Ólympíuhlaupi ÍSÍ. Hlaupið er orðinn fastur liður í skólastarfinu og mikil og almenn ánægja hjá litlu hlaupurunum á þessum degi. Þau koma gjarnan í mark bleik í framan af ákafa og þiggja eplabita í verðlaunaskyni. Nauðsynlegt er að koma í þægilegum fatnaði og skóm til að hlaupa í. Sjá hér. Hja
Bæklingur sem ber nafnið "Velkomin í Ísaksskóla" er ætlaður foreldrum og forráðamönnum barna skólans. Hann inniheldur samantekt á öllum helstu upplýsingum um skólastarfið sem gott er að hafa við höndina
"Ég er sérstaklega ánægður með hversu lítill skólinn er. Allar boðleiðir eru því stuttar. Barnið er öruggt í þessu litla umhverfi þar sem hlýja og persónuleg samskipti eru ofar öllu."
Páll Harðarson,
skólanefndarformaður
"Ótrúlega persónulegt umhverfi, haldið í gamlar hefðir og framúrskarandi starfsfólk með einstaka hæfileika til að ná fram því besta hjá börnunum okkar"
Sigríður Hrund Pétursdóttir,
móðir Snæfríðar í 9 ára bekk
Um viðbrögð þegar röskun verður á skólastarfi vegna óveðurs
Gefnar hafa verið út reglur um viðbrögð þegar röskun verður á skólastarfi vegna óveðurs. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins/stjórn Almannavarna á höfuðborgarsvæðinu hefur látið gera leiðbeinandi vinnureglur um viðbrögð í óveðri í samráði við fulltrúa sveitarfélaganna á svæðinu. Bæði er um að ræða leiðbeiningar til starfsmanna skólanna og foreldra. Þessar reglur gilda líka ef öskufalls verður vart í Reykjavík.