Annar í hvítasunnu er mánudaginn 1. júní og er almennur frídagur. Síðasti kennsludagur er föstudagurinn 5. júní. Þessi dagur er hefðbundinn skóladagur fram að skólaslitum sem vegna fjöldatakmarkana verður með breyttu sniði. Við kveðjum hvern árgang fyrir sig með tröppusöng. Að honum loknum fara börnin heim. Engin frístund er að skólaslitum loknum. Kl. 12:40 Tröppusöngur 5 ára Kl. 13:00 Tröppusöngu
Meistaramót Ísaksskóla í skák var haldið 27. maí, alls tóku 18 nemendur þátt. Krakkarnir í skólanum eru mjög áhugasöm um skákíþróttina og hafa nokkur þeirra verið að æfa sig reglulega í þessari fornu íþrótt. Kjartan Halldór Jónsson sigraði örugglega með fullt hús vinninga og fær því sæmdarheitið „Skákmeistari Ísaksskóla 2019-2020“. Úrs
Kæru foreldrar/forráðamenn. Mikið er gott að geta sagt að takmörkuðu skólastafi sé hér með lokið. Þessi tími hefur verið öðruvísi svo ekki sé meira sagt og þótt ótrúlegt sé hefur hann líka verið svolítið notalegur og rólegur. Við erum öll sem eitt tilbúin að sameinast aftur og hlökkum mikið til að hitta alla eftir helgi. Frá og með mánudeginum 4. maí nk. verður skólastarf með eðlilegum hætti. Við
Bæklingur sem ber nafnið "Velkomin í Ísaksskóla" er ætlaður foreldrum og forráðamönnum barna skólans. Hann inniheldur samantekt á öllum helstu upplýsingum um skólastarfið sem gott er að hafa við höndina
"Ég er sérstaklega ánægður með hversu lítill skólinn er. Allar boðleiðir eru því stuttar. Barnið er öruggt í þessu litla umhverfi þar sem hlýja og persónuleg samskipti eru ofar öllu."
Páll Harðarson,
skólanefndarformaður
"Ótrúlega persónulegt umhverfi, haldið í gamlar hefðir og framúrskarandi starfsfólk með einstaka hæfileika til að ná fram því besta hjá börnunum okkar"
Sigríður Hrund Pétursdóttir,
móðir Snæfríðar í 9 ára bekk
Um viðbrögð þegar röskun verður á skólastarfi vegna óveðurs
Gefnar hafa verið út reglur um viðbrögð þegar röskun verður á skólastarfi vegna óveðurs. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins/stjórn Almannavarna á höfuðborgarsvæðinu hefur látið gera leiðbeinandi vinnureglur um viðbrögð í óveðri í samráði við fulltrúa sveitarfélaganna á svæðinu. Bæði er um að ræða leiðbeiningar til starfsmanna skólanna og foreldra. Þessar reglur gilda líka ef öskufalls verður vart í Reykjavík.