Kæru foreldrar/forráðamenn, Apríl mánuður er nú liðinn með takmörkuðu skólahaldi eins og í mars mánuði. Maí reikningar hafa nú verið sendir út með afslætti vegna þessara breytinga í apríl. Í maí verður allt skólahald með eðlilegum hætti eins og var fyrir 16. mars og verða júníreikningar hefðbundnir. Starfsfólk skólans vill þakka öllum fyrir samstarfið á þessum skrítnu tímum.
Samræmd foreldrakönnun var unnin af Skólapúlsinum í febrúar 2020 fyrir 37 grunnskóla um land allt. Ísaksskóli tók þátt í könnuninni og var svarhlutfall skólans 81,4. Tilgangur könnunarinnar er að mæla einstaka þætti í skólanum, fá upplýsingar um hverju sé ábótavant og fá staðfestingu á því sem vel er gert. Það er ekkert sem skiptir okkur meira máli en velferð barnanna sem okkur er treyst fyrir og
Ársfundur Skóla Ísaks Jónssonar 2020 verður haldinn þriðjudaginn 28. apríl kl. 17:30 á sal skólans. Dagskrá: 1. Ávarp formanns skólanefndar 2. Skýrsla skólanefndar 3. Ársreikningur fyrir síðasta starfsár 4. Kosning í skólanefnd skv. samþykktum skólans 5. Kosning endurskoðenda 7. Önnur mál Með góðum kveðjum, Sigríður Anna Guðjónsdóttir
Bæklingur sem ber nafnið "Velkomin í Ísaksskóla" er ætlaður foreldrum og forráðamönnum barna skólans. Hann inniheldur samantekt á öllum helstu upplýsingum um skólastarfið sem gott er að hafa við höndina
"Ég er sérstaklega ánægður með hversu lítill skólinn er. Allar boðleiðir eru því stuttar. Barnið er öruggt í þessu litla umhverfi þar sem hlýja og persónuleg samskipti eru ofar öllu."
Páll Harðarson,
skólanefndarformaður
"Ótrúlega persónulegt umhverfi, haldið í gamlar hefðir og framúrskarandi starfsfólk með einstaka hæfileika til að ná fram því besta hjá börnunum okkar"
Sigríður Hrund Pétursdóttir,
móðir Snæfríðar í 9 ára bekk
Um viðbrögð þegar röskun verður á skólastarfi vegna óveðurs
Gefnar hafa verið út reglur um viðbrögð þegar röskun verður á skólastarfi vegna óveðurs. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins/stjórn Almannavarna á höfuðborgarsvæðinu hefur látið gera leiðbeinandi vinnureglur um viðbrögð í óveðri í samráði við fulltrúa sveitarfélaganna á svæðinu. Bæði er um að ræða leiðbeiningar til starfsmanna skólanna og foreldra. Þessar reglur gilda líka ef öskufalls verður vart í Reykjavík.