Nú og á næstu dögum eru margir starfsmenn skóla- og frístundasviðs, foreldrar og börn á faraldsfæti t.d. í tengslum við vetrarleyfi og mikilvægt að fylgja ráðleggingum sóttvarnalæknis vegna óvissustigs sem nú er í gildi vegna kórónaveiru (COVID-19). Minnt er á mikilvægi handþvottar og annarra sýkingavarna https://www.landlaeknir.is/smit-og-sottvarnir/sykingavarnir-fyrir-almenning/ Sóttvarnalæknir
Kæru vinir, Í dag sendi Skóla- og frístundasvið frá sér tilkynningu til stjórnenda grunnskóla borgarinnar vegna kórónaveirusýkingar (2019-nCoV) og ferðalaga starfsfólks til ákveðinna smitaðra svæða, sér í lagi Ítalíu (hér er átt við norður héröðin Piedmont, Lombardy, Veneto og Emilio-Romagna) og Kína. Samkvæmt tilkynningunni er ætlast til þess að starfsmenn (og samkvæmt okkar túlkun einnig nemendu
Rauð veðurviðvörun hefur verið gefin út fyrir höfuðborgarsvæðið frá kl. 7 í fyrramálið sem þýðir að fólk á ekki að vera á ferðinni nema brýna nauðsyn beri til. Allt skólahald fellur því niður hjá okkur í Ísaksskóla. Eins og staðan er núna er veðurviðvörun til kl.15:30 á morgun. Farið öll varlega og góða helgi. Red Weather Alert tomorrow – No school tomorrow! A red weather alert has been issu
Bæklingur sem ber nafnið "Velkomin í Ísaksskóla" er ætlaður foreldrum og forráðamönnum barna skólans. Hann inniheldur samantekt á öllum helstu upplýsingum um skólastarfið sem gott er að hafa við höndina
"Ég er sérstaklega ánægður með hversu lítill skólinn er. Allar boðleiðir eru því stuttar. Barnið er öruggt í þessu litla umhverfi þar sem hlýja og persónuleg samskipti eru ofar öllu."
Páll Harðarson,
skólanefndarformaður
"Ótrúlega persónulegt umhverfi, haldið í gamlar hefðir og framúrskarandi starfsfólk með einstaka hæfileika til að ná fram því besta hjá börnunum okkar"
Sigríður Hrund Pétursdóttir,
móðir Snæfríðar í 9 ára bekk
Um viðbrögð þegar röskun verður á skólastarfi vegna óveðurs
Gefnar hafa verið út reglur um viðbrögð þegar röskun verður á skólastarfi vegna óveðurs. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins/stjórn Almannavarna á höfuðborgarsvæðinu hefur látið gera leiðbeinandi vinnureglur um viðbrögð í óveðri í samráði við fulltrúa sveitarfélaganna á svæðinu. Bæði er um að ræða leiðbeiningar til starfsmanna skólanna og foreldra. Þessar reglur gilda líka ef öskufalls verður vart í Reykjavík.