Kæru foreldrar/forráðamenn. Þar sem okkur hafa borist margar umsóknir fyrir næsta skólaár í bæði 5 og 6 ára bekki viljum við biðja þau ykkar sem hyggist innrita yngri systkini hjá okkur á næsta skólaári að gera það sem allra fyrst svo við getum tryggt þeim pláss. Hér er hægt að fylla út umsókn https://isaksskoli.is/umsokn/. Einnig væri gott að fá upplýsingar um þá nemendur sem ekki verða með okkur
Kæru foreldrar/forráðamenn. Settar hafa verið upp fleiri eftirlitsmyndavélar í skólanum. Tilgangur vöktunar er að tryggja öryggi nemenda og starfsfólks og vernda eigur nemenda, skólans og starfsmanna. Myndefni er einungis skoðað ef upp koma atvik er varða eignavörslu eða öryggi einstaklinga, s.s. þjófnaður, skemmdarverk, ofbeldi eða slys. Heimild til skoðunar er aðgangsstýrð. Einungis skólastjóri
Kæru foreldrar/forráðamenn, Veðrið er samt við sig. Gul viðvörun er í gildi á höfuðborgarsvæðinu í dag og mikilvægt að þið sækið börnin í lok skóla eða frístundastarfs í dag, fimmtudag. Börn eru örugg í skóla og frístundastarfi þar til þau verða sótt. Með ljúfum kveðjum, Sigríður Anna Guðjónsdóttir
Bæklingur sem ber nafnið "Velkomin í Ísaksskóla" er ætlaður foreldrum og forráðamönnum barna skólans. Hann inniheldur samantekt á öllum helstu upplýsingum um skólastarfið sem gott er að hafa við höndina
"Ég er sérstaklega ánægður með hversu lítill skólinn er. Allar boðleiðir eru því stuttar. Barnið er öruggt í þessu litla umhverfi þar sem hlýja og persónuleg samskipti eru ofar öllu."
Páll Harðarson,
skólanefndarformaður
"Ótrúlega persónulegt umhverfi, haldið í gamlar hefðir og framúrskarandi starfsfólk með einstaka hæfileika til að ná fram því besta hjá börnunum okkar"
Sigríður Hrund Pétursdóttir,
móðir Snæfríðar í 9 ára bekk
Um viðbrögð þegar röskun verður á skólastarfi vegna óveðurs
Gefnar hafa verið út reglur um viðbrögð þegar röskun verður á skólastarfi vegna óveðurs. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins/stjórn Almannavarna á höfuðborgarsvæðinu hefur látið gera leiðbeinandi vinnureglur um viðbrögð í óveðri í samráði við fulltrúa sveitarfélaganna á svæðinu. Bæði er um að ræða leiðbeiningar til starfsmanna skólanna og foreldra. Þessar reglur gilda líka ef öskufalls verður vart í Reykjavík.