Kæru foreldrar/forráðamenn, Við erum búin að dreifa öllum óskilamunum í anddyri skólans. Vinsamlega komið þar við og athugið hvort ekki leynist flík eða flíkur frá ykkar börnum í bunkanum. Sá fatnaður sem ekki kemst til skila verður fjarlægður á mánudaginn. Gott væri að taka heim allan aukafatnað af snögum á föstudag vegna jólahreingerninga á hólfum. Kær kveðja Lára Jóhannesdóttir
Skóla- og frístundastarf mun raskast á morgun, þriðjudaginn 10. desember vegna óveðurs sem spáð er að gangi yfir höfuðborgarsvæðið. Enginn ætti að vera á ferli eftir klukkan 15 á morgun nema brýna nauðsyn beri til. Foreldrar og forráðamenn eru beðnir um að sækja börn sín strax að skóladegi loknum (kl. 13:25 hjá 5 ára og 14:10 hjá 6-9 ára) til að tryggt sé að allir, börn, foreldar og starfsfólk get
Við minnum á kirkjuferðina í fyrramálið, miðvikudaginn 4. desember. Sr. Ása Laufey tekur á móti nemendum, starfsfólki og foreldrum kl. 9:00 í Háteigskirkju. Lagt verður af stað frá skólanum kl. 8:30 stundvíslega. Börnin eiga að vera klædd eftir veðri því lagt er af stað frá skólanum og gengið til kirkju fljótlega eftir að hringt er inn. 5 ára bekkirnir fara fyrstir og síðan koll af kolli. Kirkjube
Bæklingur sem ber nafnið "Velkomin í Ísaksskóla" er ætlaður foreldrum og forráðamönnum barna skólans. Hann inniheldur samantekt á öllum helstu upplýsingum um skólastarfið sem gott er að hafa við höndina
"Ég er sérstaklega ánægður með hversu lítill skólinn er. Allar boðleiðir eru því stuttar. Barnið er öruggt í þessu litla umhverfi þar sem hlýja og persónuleg samskipti eru ofar öllu."
Páll Harðarson,
skólanefndarformaður
"Ótrúlega persónulegt umhverfi, haldið í gamlar hefðir og framúrskarandi starfsfólk með einstaka hæfileika til að ná fram því besta hjá börnunum okkar"
Sigríður Hrund Pétursdóttir,
móðir Snæfríðar í 9 ára bekk
Um viðbrögð þegar röskun verður á skólastarfi vegna óveðurs
Gefnar hafa verið út reglur um viðbrögð þegar röskun verður á skólastarfi vegna óveðurs. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins/stjórn Almannavarna á höfuðborgarsvæðinu hefur látið gera leiðbeinandi vinnureglur um viðbrögð í óveðri í samráði við fulltrúa sveitarfélaganna á svæðinu. Bæði er um að ræða leiðbeiningar til starfsmanna skólanna og foreldra. Þessar reglur gilda líka ef öskufalls verður vart í Reykjavík.