Kæru foreldrar/forráðamenn Senn lýkur sumarleyfum nemenda. Starfsfólk Ísaksskóla hlakkar til að hitta þá aftur sem og nýja nemendur við skólann. Við bjóðum ykkur öll hjartanlega velkomin til samstarfs á nýju skólaári. Áður en skólinn hefst viljum við benda á nokkur atriði sem gott er að hafa í huga við skólabyrjun. Fimmtudagurinn 22. ágúst er fyrsti skóladagur hjá 6, 7, 8 og 9 ára nemendum. Skólad
Kæru vinir, Það sígur hratt á seinnihluta sumarleyfis, hér eru því helstu upplýsingar fyrir haustið. Skrifstofa Ísaksskóla opnar aftur eftir sumarleyfi föstudaginn 16. ágúst. Ef á þarf að halda er hægt að senda póst á lara@isaksskoli.is Fyrsti skóladagurinn á nýju skólaári hjá 6-9 ára nemendum verður fimmtudaginn 22. ágúst og fyrsti skóladagurinn hjá 5 ára nemendum verður fimmtudaginn 29. ágúst.
Kæru foreldrar/forráðamenn Við viljum þakka öllum kærlega fyrir komuna á skólaslitin. Það var tilhlökkun í loftinu, börnin brostu sínu breiðasta og sungu undir heiðum himni og sólargeislum á vanga. Föstudaginn 7. júní kvöddum við skólaárið 2018-19 og vonandi er fallegt, hlýtt og gott sumar handan við hornið. Hægt er að sjá einstakt myndband frá skólaslitunum með þvi að smella hér (sama lykilorð o
Bæklingur sem ber nafnið "Velkomin í Ísaksskóla" er ætlaður foreldrum og forráðamönnum barna skólans. Hann inniheldur samantekt á öllum helstu upplýsingum um skólastarfið sem gott er að hafa við höndina
"Ég er sérstaklega ánægður með hversu lítill skólinn er. Allar boðleiðir eru því stuttar. Barnið er öruggt í þessu litla umhverfi þar sem hlýja og persónuleg samskipti eru ofar öllu."
Páll Harðarson,
skólanefndarformaður
"Ótrúlega persónulegt umhverfi, haldið í gamlar hefðir og framúrskarandi starfsfólk með einstaka hæfileika til að ná fram því besta hjá börnunum okkar"
Sigríður Hrund Pétursdóttir,
móðir Snæfríðar í 9 ára bekk
Um viðbrögð þegar röskun verður á skólastarfi vegna óveðurs
Gefnar hafa verið út reglur um viðbrögð þegar röskun verður á skólastarfi vegna óveðurs. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins/stjórn Almannavarna á höfuðborgarsvæðinu hefur látið gera leiðbeinandi vinnureglur um viðbrögð í óveðri í samráði við fulltrúa sveitarfélaganna á svæðinu. Bæði er um að ræða leiðbeiningar til starfsmanna skólanna og foreldra. Þessar reglur gilda líka ef öskufalls verður vart í Reykjavík.