Bolludagur, sprengidagur og öskudagur eru mánudaginn 4., þriðjudaginn 5. og miðvikudaginn 6. mars. Þeir eru að jafnaði hefðbundnir skóladagar hjá okkur. Þó viljum við benda á að á: … bolludag mega börnin koma með rjómabollur í skólann í aukanesti. … sprengidag – saltkjöt og baunir, túkall. … öskudag mega börnin koma í búningum í skólann. Við viljum biðja ykkur um að geyma ö
Kæru foreldrar/forráðamenn. Við minnum á foreldradaginn á morgun 12. febrúar. Athugið að á foreldradegi er engin kennsla og ekki starfsemi í Sunnuhlíð né Sólbrekku. Ef þið þurfið að ná tali af sérgreinakennurum vinsamlega bókið tíma í síma 553 2590 hjá Láru eða sendið tölvupóst á viðkomandi kennara. Einnig vil ég minna á óskilamunina sem verða í salnum. Gott er að renna yfir þá og athuga hvort ekk
Dagur stærðfræðinnar er 1. febrúar. Spænsk menningarvika verður haldin 4.-8. febrúar. Foreldradagur verður þriðjudaginn 12. febrúar. Þann dag fara fram einstaklingsviðtöl foreldra við kennara. Kennarar munu hafa samband við foreldra/forráðamenn og bjóða viðtalstíma. Athugið að á foreldradegi er engin kennsla og ekki starfsemi í Sunnuhlíð né Sólbrekku. Vetrarfrí er mánudaginn 25. febrúar og þriðjud
Bæklingur sem ber nafnið "Velkomin í Ísaksskóla" er ætlaður foreldrum og forráðamönnum barna skólans. Hann inniheldur samantekt á öllum helstu upplýsingum um skólastarfið sem gott er að hafa við höndina
"Ég er sérstaklega ánægður með hversu lítill skólinn er. Allar boðleiðir eru því stuttar. Barnið er öruggt í þessu litla umhverfi þar sem hlýja og persónuleg samskipti eru ofar öllu."
Páll Harðarson,
skólanefndarformaður
"Ótrúlega persónulegt umhverfi, haldið í gamlar hefðir og framúrskarandi starfsfólk með einstaka hæfileika til að ná fram því besta hjá börnunum okkar"
Sigríður Hrund Pétursdóttir,
móðir Snæfríðar í 9 ára bekk
Um viðbrögð þegar röskun verður á skólastarfi vegna óveðurs
Gefnar hafa verið út reglur um viðbrögð þegar röskun verður á skólastarfi vegna óveðurs. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins/stjórn Almannavarna á höfuðborgarsvæðinu hefur látið gera leiðbeinandi vinnureglur um viðbrögð í óveðri í samráði við fulltrúa sveitarfélaganna á svæðinu. Bæði er um að ræða leiðbeiningar til starfsmanna skólanna og foreldra. Þessar reglur gilda líka ef öskufalls verður vart í Reykjavík.