Kæru foreldrar/forráðamenn. Á morgnana skapast mikil hætta við skólann vegna umferðarinnar og ekki síst vegna færðarinnar þessa dagana. Við viljum biðja ykkur um að leggja bílunum í viðurkennd stæði á morgnana. Nóg er af stæðum innar í Bólstaðarhlíðinni og á bílastæðinu þar sem 365 miðlar voru til húsa. Að lokum viljum við minna ykkur á að sjá til þess að nemendur mæti stundvíslega í skólann á mor
Dagskrá: 1. Breyting á skipulagsskrá Vegna ákvæða í lögum um grunnskóla 42. gr. c. um almennar kröfur til einkaaðila sem reka grunnskóla, 4. lið stendur að tilgreina þurfi í samþykktum (skipulagsskrá) að fjárframlög opinberra aðila verði einvörðungu nýtt í þágu skólastarfsins. Til þess að uppfylla þetta ákvæði verður gerð breyting á skipulagsskránni og hún lögð fyrir fundinn til samþykktar. Með gó
Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir allt gamalt og gott. Um leið og við rennum af krafti og full tilhlökkunar inn í nýtt ár leggjum við línurnar fyrir janúar í Ísaksskóla. Skipulagsdagur verður fimmtudaginn 3. janúar. Engin starfsemi er í Sunnuhlíð né Sólbrekku þennan dag. Fyrsti skóladagurinn á nýju ári er föstudagurinn 4. janúar kl. 8:30. Við munum ekki syngja á sal í morgunsárið. Föstudaginn 11. ja
Bæklingur sem ber nafnið "Velkomin í Ísaksskóla" er ætlaður foreldrum og forráðamönnum barna skólans. Hann inniheldur samantekt á öllum helstu upplýsingum um skólastarfið sem gott er að hafa við höndina
"Ég er sérstaklega ánægður með hversu lítill skólinn er. Allar boðleiðir eru því stuttar. Barnið er öruggt í þessu litla umhverfi þar sem hlýja og persónuleg samskipti eru ofar öllu."
Páll Harðarson,
skólanefndarformaður
"Ótrúlega persónulegt umhverfi, haldið í gamlar hefðir og framúrskarandi starfsfólk með einstaka hæfileika til að ná fram því besta hjá börnunum okkar"
Sigríður Hrund Pétursdóttir,
móðir Snæfríðar í 9 ára bekk
Um viðbrögð þegar röskun verður á skólastarfi vegna óveðurs
Gefnar hafa verið út reglur um viðbrögð þegar röskun verður á skólastarfi vegna óveðurs. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins/stjórn Almannavarna á höfuðborgarsvæðinu hefur látið gera leiðbeinandi vinnureglur um viðbrögð í óveðri í samráði við fulltrúa sveitarfélaganna á svæðinu. Bæði er um að ræða leiðbeiningar til starfsmanna skólanna og foreldra. Þessar reglur gilda líka ef öskufalls verður vart í Reykjavík.