Litlu jólin eru á morgun, miðvikudaginn 19. desember, í skólastofum. Þetta er venjulegur kennsludagur en nemendur mega koma með smákökur og drykkjarföng í fernum (röradrykk) í aukanesti. Ekkert gos er leyfilegt. Jólatrésskemmtanir eru svo á fimmtudaginn, þann 20. desember. Jólaböllin eru tvö. Hið fyrra frá kl. 13:00-14:30 (mæting kl. 12:45) og hið seinna frá kl. 15:00-16:30 (mæting kl. 14:45). Nem
Fyrsti sunnudagur í aðventu er 2. desember. Við kveiktum á fyrsta kerti aðventukransins í söngstund föstudaginn 30. nóvember. Foreldrafélagið stendur fyrir jólaferðum á Árbæjarsafn tvo sunnudaga á aðventu 9. eða 16. desember – afsláttarmiðarnir eru komnir í skólatöskurnar. Kirkjuferð er miðvikudaginn 5. desember. Sr. María Ágústsdóttir tekur á móti nemendum, starfsfólki og foreldrum kl. 9:00
Skóla Ísaks Jónssonar er umhugað um persónuvernd og öryggi gagna sem skólinn meðhöndlar. Í persónuverndarstefnu skólans kemur fram í hvaða tilgangi persónuupplýsingum er safnað og hvernig farið er með slík gögn. Markmið okkar er að starfsmenn, foreldrar/forráðamenn, aðrir viðsemjendur og einstaklingar, eins og við á hverju sinni, séu upplýstir um hvernig skólinn safnar og vinnur persónuupplýsingar
Bæklingur sem ber nafnið "Velkomin í Ísaksskóla" er ætlaður foreldrum og forráðamönnum barna skólans. Hann inniheldur samantekt á öllum helstu upplýsingum um skólastarfið sem gott er að hafa við höndina
"Ég er sérstaklega ánægður með hversu lítill skólinn er. Allar boðleiðir eru því stuttar. Barnið er öruggt í þessu litla umhverfi þar sem hlýja og persónuleg samskipti eru ofar öllu."
Páll Harðarson,
skólanefndarformaður
"Ótrúlega persónulegt umhverfi, haldið í gamlar hefðir og framúrskarandi starfsfólk með einstaka hæfileika til að ná fram því besta hjá börnunum okkar"
Sigríður Hrund Pétursdóttir,
móðir Snæfríðar í 9 ára bekk
Um viðbrögð þegar röskun verður á skólastarfi vegna óveðurs
Gefnar hafa verið út reglur um viðbrögð þegar röskun verður á skólastarfi vegna óveðurs. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins/stjórn Almannavarna á höfuðborgarsvæðinu hefur látið gera leiðbeinandi vinnureglur um viðbrögð í óveðri í samráði við fulltrúa sveitarfélaganna á svæðinu. Bæði er um að ræða leiðbeiningar til starfsmanna skólanna og foreldra. Þessar reglur gilda líka ef öskufalls verður vart í Reykjavík.