Kæru vinir, dagana 18. – 19. og 22. október er haustfrí í Ísaksskóla. Athugið að í haustfríi er engin kennsla og ekki starfsemi í Sunnuhlíð. Sólbrekka verður opin fyrir þau 5 ára börn sem ekki taka haustfrí. – Með því að smella á þessa frétt má sjá plakat af ýmiskonar dagskrá sem Reykjavíkurborg hefur tekið saman fyrir haustfríið þetta árið. Góðar stundir, og hlökkum til að sjá ykkur a
Kæru foreldrar/forráðamenn. Október er mánuður Bleiku slaufunnar, árvekni- og fjáröflunarátaks Krabbameinsfélags Íslands gegn krabbameinum hjá konum. Krabbameinsfélag Íslands biður alla landsmenn um að klæðast einhverju bleiku föstudaginn 12. október eða hafa bleikan lit í fyrirrúmi þann dag. Með því sýnum við samstöðu í baráttunni. Okkur langar því að hvetja nemendur og starfsfólk Ísaksskóla til
Bekkjamyndir verða teknar mánudaginn 1., þriðjudaginn 2. og miðvikudaginn 3. október. Foreldrar/forráðamenn hafa þegar fengnið nánari upplýsingar frá Láru á skrifstofunni. Vinavika verður 23.-26. október. Verkefnið útivinir verður í gangi 10. – 19. október Útivinir er verkefni þar sem nokkrir 8 og 9 ára nemendur standa fyrir útileikjum á skólalóðinni í frímínútum fyrir yngri nemendur undir h
Bæklingur sem ber nafnið "Velkomin í Ísaksskóla" er ætlaður foreldrum og forráðamönnum barna skólans. Hann inniheldur samantekt á öllum helstu upplýsingum um skólastarfið sem gott er að hafa við höndina
"Ég er sérstaklega ánægður með hversu lítill skólinn er. Allar boðleiðir eru því stuttar. Barnið er öruggt í þessu litla umhverfi þar sem hlýja og persónuleg samskipti eru ofar öllu."
Páll Harðarson,
skólanefndarformaður
"Ótrúlega persónulegt umhverfi, haldið í gamlar hefðir og framúrskarandi starfsfólk með einstaka hæfileika til að ná fram því besta hjá börnunum okkar"
Sigríður Hrund Pétursdóttir,
móðir Snæfríðar í 9 ára bekk
Um viðbrögð þegar röskun verður á skólastarfi vegna óveðurs
Gefnar hafa verið út reglur um viðbrögð þegar röskun verður á skólastarfi vegna óveðurs. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins/stjórn Almannavarna á höfuðborgarsvæðinu hefur látið gera leiðbeinandi vinnureglur um viðbrögð í óveðri í samráði við fulltrúa sveitarfélaganna á svæðinu. Bæði er um að ræða leiðbeiningar til starfsmanna skólanna og foreldra. Þessar reglur gilda líka ef öskufalls verður vart í Reykjavík.