Kæru foreldrar/forráðamenn og starfsmenn, Ársfundur Skóla Ísaks Jónssonar 2018 verður haldinn þriðjudaginn 10. apríl kl. 17:30 á sal skólans. Dagskrá: 1. Ávarp formanns skólanefndar 2. Skýrsla skólanefndar 3. Ársreikningur fyrir síðasta starfsár 4. Kosning í skólanefnd skv. samþykktum skólans 5. Kosning endurskoðenda 7. Önnur mál Með góðum kveðjum, Sigríður Anna Guðjónsdóttir
Kæru vinir, Sjáumst hress og kát á páskabingó í dag og á morgun: Í DAG SPILA 5 og 6 ára kl 17:30 – 18:30 Á MORGUN SPILA 7-9 ára kl 17:30 – 19:00 Sjoppan opnar 17:10 – það má aðeins neyta veitinga í stofu 6 takk kærlega, ekki á tröppunum. Sjoppan selur nammi á 100 kr, boozt á 200 kr og próteinstykki á 300 kr. Sjoppan er hluti af fjáröfluninni, svo verum dugleg að versla. Bingó spj
Kæru foreldrar/forráðamenn Söngur á sal er gæðastund sem bætir andann og léttir lundina. Á meðan börnin sungu hringdi óánægður nágranni í skólann og sendi í kjölfarið myndir af nokkrum bílum sem lagt var í stæði húsanna austan við skólann. Í einu tilfellinu var bíll í gangi inni á einkastæði allan tímann á meðan á söngnum stóð. Við verðum að standa saman og sýna ábyrgð og leggja bílunum í viðurken
Bæklingur sem ber nafnið "Velkomin í Ísaksskóla" er ætlaður foreldrum og forráðamönnum barna skólans. Hann inniheldur samantekt á öllum helstu upplýsingum um skólastarfið sem gott er að hafa við höndina
"Ég er sérstaklega ánægður með hversu lítill skólinn er. Allar boðleiðir eru því stuttar. Barnið er öruggt í þessu litla umhverfi þar sem hlýja og persónuleg samskipti eru ofar öllu."
Páll Harðarson,
skólanefndarformaður
"Ótrúlega persónulegt umhverfi, haldið í gamlar hefðir og framúrskarandi starfsfólk með einstaka hæfileika til að ná fram því besta hjá börnunum okkar"
Sigríður Hrund Pétursdóttir,
móðir Snæfríðar í 9 ára bekk
Um viðbrögð þegar röskun verður á skólastarfi vegna óveðurs
Gefnar hafa verið út reglur um viðbrögð þegar röskun verður á skólastarfi vegna óveðurs. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins/stjórn Almannavarna á höfuðborgarsvæðinu hefur látið gera leiðbeinandi vinnureglur um viðbrögð í óveðri í samráði við fulltrúa sveitarfélaganna á svæðinu. Bæði er um að ræða leiðbeiningar til starfsmanna skólanna og foreldra. Þessar reglur gilda líka ef öskufalls verður vart í Reykjavík.