Um síðastliðna helgi 2. – 3. desember fór fram Jólaskákmót grunnskóla Reykjavíkur. Mótinu var skipt í þrennt 1.-3.bekkur, 4.-7. bekkur og 8.-10 bekkur. Ísaksskóli sendi tvær skáksveitir. Eina í flokki 1.-3. bekkjar en hana skipuðu Adrían Ólafur Jónsson, Bjarki Hrafn Garðarsson, Kjartan Halldór Jónsson og Sunny Songkun. Lentu þeir í 7 sæti með 11 vinninga af 24 mögulegum. Í flokki 4.-7. bekkj
Fyrsti sunnudagur í aðventu er 3. desember. Við kveikjum á fyrsta kerti aðventukransins föstudaginn 1. desember, á morgun. Foreldrafélagið stendur fyrir jólaferðum á Árbæjarsafn þrjá sunnudaga á aðventu, 3., 10. eða 17. desember – afsláttarmiðarnir eru þegar komnir heim í töskunum. Kirkjuferð er miðvikudaginn 6. desember. Sr. María Ágústsdóttir tekur á móti nemendum, starfsfólki og foreldrum
Kæru vinir, Í dag eru sendir heim í töskunni miðar á aðventudagskrá Árbæjarsafns. Njótið vel, vonandi komast sem flestir, með vinum og vandamönnum. Njótið aðventunnar – við sendum ykkur öllum hugheilar jóla og áramótakveðjur. Hittumst úthvíld og glöð á nýju ári. Foreldrafélag Ísaksskóla Auglýsing frá Árbæjarsafni: Jóladagskrá Árbæjarsafns er ómissandi hluti aðventunnar í borginni enda leitun
Bæklingur sem ber nafnið "Velkomin í Ísaksskóla" er ætlaður foreldrum og forráðamönnum barna skólans. Hann inniheldur samantekt á öllum helstu upplýsingum um skólastarfið sem gott er að hafa við höndina
"Ég er sérstaklega ánægður með hversu lítill skólinn er. Allar boðleiðir eru því stuttar. Barnið er öruggt í þessu litla umhverfi þar sem hlýja og persónuleg samskipti eru ofar öllu."
Páll Harðarson,
skólanefndarformaður
"Ótrúlega persónulegt umhverfi, haldið í gamlar hefðir og framúrskarandi starfsfólk með einstaka hæfileika til að ná fram því besta hjá börnunum okkar"
Sigríður Hrund Pétursdóttir,
móðir Snæfríðar í 9 ára bekk
Um viðbrögð þegar röskun verður á skólastarfi vegna óveðurs
Gefnar hafa verið út reglur um viðbrögð þegar röskun verður á skólastarfi vegna óveðurs. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins/stjórn Almannavarna á höfuðborgarsvæðinu hefur látið gera leiðbeinandi vinnureglur um viðbrögð í óveðri í samráði við fulltrúa sveitarfélaganna á svæðinu. Bæði er um að ræða leiðbeiningar til starfsmanna skólanna og foreldra. Þessar reglur gilda líka ef öskufalls verður vart í Reykjavík.