Starfsfólk Ísaksskóla óskar sínum ástkæru nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegra páska og farsæls súkkulaðitímabils. Við hlökkum heitt og innilega til að hitta ykkur öll þriðjudaginn 22. apríl. Um leið þakka nemendur og starfsfólk foreldrafélaginu góða kærlega fyrir páskaeggin með málsháttunum sem glöddu svo sannarlega. Páskakveðja frá starfsfólki Ísaksskóla.
Kæru foreldrar/forráðamenn og starfsmenn, Ársfundur Skóla Ísaks Jónssonar var haldinn í gær, þriðjudaginn 8 apríl. Stjórn skólans næsta starfsárið er óbreytt frá því fyrra fyrir utan að Salóme Guðmundsdóttir er komin inn ný sem varamaður. Hún tekur við af Jónasi Þór Guðmundssyni sem verið hefur varamaður undanfarin mörg ár. Stjórnina skipa því þau Páll Harðarson fulltrúi foreldra og Salóme Guðmun
Vortónleikar barnakórs Ísaksskóla voru haldnir í blíðskapar gluggaveðri þann 3. apríl að viðstöddum fjölda foreldra. Sungin voru dásamleg sönglög við undirleik. Til að mynda flutti kórinn vorsöng Idu við ljóð Þórarins Eldjárns, sálminn um fuglinn, lag og ljóð eftir Olgu Guðrúnu Árnadóttur ásamt mörgum fallegum lögum. Kórinn endaði svo tónleikana á dásemdarlaginu Vikivaka eftir Valgeir Guðjónsson
Bæklingur sem ber nafnið "Velkomin í Ísaksskóla" er ætlaður foreldrum og forráðamönnum barna skólans. Hann inniheldur samantekt á öllum helstu upplýsingum um skólastarfið sem gott er að hafa við höndina
"Ég er sérstaklega ánægður með hversu lítill skólinn er. Allar boðleiðir eru því stuttar. Barnið er öruggt í þessu litla umhverfi þar sem hlýja og persónuleg samskipti eru ofar öllu."
Páll Harðarson,
skólanefndarformaður
"Ótrúlega persónulegt umhverfi, haldið í gamlar hefðir og framúrskarandi starfsfólk með einstaka hæfileika til að ná fram því besta hjá börnunum okkar"
Sigríður Hrund Pétursdóttir,
móðir Snæfríðar í 9 ára bekk
Um viðbrögð þegar röskun verður á skólastarfi vegna óveðurs
Gefnar hafa verið út reglur um viðbrögð þegar röskun verður á skólastarfi vegna óveðurs. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins/stjórn Almannavarna á höfuðborgarsvæðinu hefur látið gera leiðbeinandi vinnureglur um viðbrögð í óveðri í samráði við fulltrúa sveitarfélaganna á svæðinu. Bæði er um að ræða leiðbeiningar til starfsmanna skólanna og foreldra. Þessar reglur gilda líka ef öskufalls verður vart í Reykjavík.