Kæru foreldrar/forráðamenn. Vinsamlega tæmið hólf barnanna í dag vegna ýmissa framkvæmda á göngum skólans um helgina. Góða helgi. Starfsfólk Ísaksskóla.
Kæru foreldrar/forráðamenn. Nú leggja allir nemendur skólans af stað í lestrarátak. Ætlunin er að búa til lestrardreka í sal skólans. Barnið fær heim klukkublað. Barnið les heima (og stundum í skólanum) í aukalestri 10-20 mínútur. Fyrir hverjar 5 mínútur litar barnið eina sneið á klukkunni (15 mínútur =3 sneiðar). Þegar barnið hefur litað allar sneiðarnar (lesið í 60 mínútur) þá fær það að teikna
Kæru foreldrar/forráðamenn og nemendur. Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir samstarfið og samveruna á því gamla. Framundan eru skemmtilegir skóladagar og við hlökkum til að hitta ykkur endurnærð eftir fríið á þriðjudagsmorgun kl. 8:30. Janúar í Ísaksskóla Ski
Bæklingur sem ber nafnið "Velkomin í Ísaksskóla" er ætlaður foreldrum og forráðamönnum barna skólans. Hann inniheldur samantekt á öllum helstu upplýsingum um skólastarfið sem gott er að hafa við höndina
"Ég er sérstaklega ánægður með hversu lítill skólinn er. Allar boðleiðir eru því stuttar. Barnið er öruggt í þessu litla umhverfi þar sem hlýja og persónuleg samskipti eru ofar öllu."
Páll Harðarson,
skólanefndarformaður
"Ótrúlega persónulegt umhverfi, haldið í gamlar hefðir og framúrskarandi starfsfólk með einstaka hæfileika til að ná fram því besta hjá börnunum okkar"
Sigríður Hrund Pétursdóttir,
móðir Snæfríðar í 9 ára bekk
Um viðbrögð þegar röskun verður á skólastarfi vegna óveðurs
Gefnar hafa verið út reglur um viðbrögð þegar röskun verður á skólastarfi vegna óveðurs. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins/stjórn Almannavarna á höfuðborgarsvæðinu hefur látið gera leiðbeinandi vinnureglur um viðbrögð í óveðri í samráði við fulltrúa sveitarfélaganna á svæðinu. Bæði er um að ræða leiðbeiningar til starfsmanna skólanna og foreldra. Þessar reglur gilda líka ef öskufalls verður vart í Reykjavík.