Kæru foreldrar/forráðamenn fimm ára barna, Við minnum á námskynningar 5 ára á miðvikudaginn kl. 17:30. Við byrjum á sal og síðan fara foreldrar inn í skólastofur með kennurum barnanna þar sem farið verður yfir faglegar áherslur og námsefni kynnt. Ekki er ætlast til að börnin komi með. Með bestu kveðjum, starfsfólk Ísaksskóla
Kæru vinir, nú er komið inn á vefinn nýtt myndasafn frá fimmtudeginum 29. ágúst þar sem 6-9 ára börn skólans mættu til leiks á fyrsta skóladegi vetrarins. Myndasafnið er að finna undir liðnum „Myndasöfn“ hér vinstramegin á síðunni.
Við óskum öllum, nemendum, kennurum, foreldrum og forráðamönnum hjartanlega til hamingju með nýtt skólaár um leið og við bjóðum alla velkomna til leiks. Fyrsti skóladagurinn var í dag í Ísaksskóla og skólahúsið farið að iða af lífi á ný. 6, 7, 8 og 9 ára börn eru mætt til kennslu. Mörg andlitin vel þekkt hér í skólanum en sumir að stíga sín fyrstu skref hér hjá okkur og bjóðum við þá nemendur ævin
Bæklingur sem ber nafnið "Velkomin í Ísaksskóla" er ætlaður foreldrum og forráðamönnum barna skólans. Hann inniheldur samantekt á öllum helstu upplýsingum um skólastarfið sem gott er að hafa við höndina
"Ég er sérstaklega ánægður með hversu lítill skólinn er. Allar boðleiðir eru því stuttar. Barnið er öruggt í þessu litla umhverfi þar sem hlýja og persónuleg samskipti eru ofar öllu."
Páll Harðarson,
skólanefndarformaður
"Ótrúlega persónulegt umhverfi, haldið í gamlar hefðir og framúrskarandi starfsfólk með einstaka hæfileika til að ná fram því besta hjá börnunum okkar"
Sigríður Hrund Pétursdóttir,
móðir Snæfríðar í 9 ára bekk
Um viðbrögð þegar röskun verður á skólastarfi vegna óveðurs
Gefnar hafa verið út reglur um viðbrögð þegar röskun verður á skólastarfi vegna óveðurs. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins/stjórn Almannavarna á höfuðborgarsvæðinu hefur látið gera leiðbeinandi vinnureglur um viðbrögð í óveðri í samráði við fulltrúa sveitarfélaganna á svæðinu. Bæði er um að ræða leiðbeiningar til starfsmanna skólanna og foreldra. Þessar reglur gilda líka ef öskufalls verður vart í Reykjavík.