Lopapeysur, söngur, þorramatur og almenn gleði ríkti í dag þegar nemendur gæddu sér á þorramat og fræddust um gamla tíma. Margir hverjir tóku hraustlega til matar síns meðan aðrir héldu fyrir nebbann á meðan smakkið var borið fram. Hér fyrir neðan má sjá myndir frá morgninum. Ennfremur hefur myndasafn tileinkað þorraþrælnum verið sett nn á vefinn og má sjá það með því að smella hér
Nemendur okkar slá ekkert af í frosthörkunum, og byggja og hanna snjóvirki eins og enginn sé morgundagurinn. Matti okkar mjúki fjárfesti í litlum skóflum og börnin hafa einstaka ánægju af því að moka og vesenast með þær í útiverunni. Hér fyrir neðan má sjá myndir af litla fallega fólkinu í leik og starfi. Enn fleiri myndir er að finna í myndasafni tileinkað Vetrarríkinu – smella hér
Gleðin og hamingjan réði ríkjum í skólahúsinu í gær 11. janúar þegar Skólaleikar Ísaksskóla 2022 fóru fram. Það var íþróttateymið okkar góða, Sóley Ósk, Matti Guðmunds og Kiddi sem skipulagði fjölbreyttar keppnisgreinar. Vítt og breytt um skólahúsið voru settar upp 9 stöðvar af ótrúlega skemmtilegum þrautum sem verður að teljast harla ólíklegt að þátttakendur hafi spreytt sig á áður. Þannig var m
Bæklingur sem ber nafnið "Velkomin í Ísaksskóla" er ætlaður foreldrum og forráðamönnum barna skólans. Hann inniheldur samantekt á öllum helstu upplýsingum um skólastarfið sem gott er að hafa við höndina
"Ég er sérstaklega ánægður með hversu lítill skólinn er. Allar boðleiðir eru því stuttar. Barnið er öruggt í þessu litla umhverfi þar sem hlýja og persónuleg samskipti eru ofar öllu."
Páll Harðarson,
skólanefndarformaður
"Ótrúlega persónulegt umhverfi, haldið í gamlar hefðir og framúrskarandi starfsfólk með einstaka hæfileika til að ná fram því besta hjá börnunum okkar"
Sigríður Hrund Pétursdóttir,
móðir Snæfríðar í 8 ára bekk
Um viðbrögð þegar röskun verður á skólastarfi vegna óveðurs
Gefnar hafa verið út reglur um viðbrögð þegar röskun verður á skólastarfi vegna óveðurs. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins/stjórn Almannavarna á höfuðborgarsvæðinu hefur látið gera leiðbeinandi vinnureglur um viðbrögð í óveðri í samráði við fulltrúa sveitarfélaganna á svæðinu. Bæði er um að ræða leiðbeiningar til starfsmanna skólanna og foreldra. Þessar reglur gilda líka ef öskufalls verður vart í Reykjavík.