Foreldradagur verður miðvikudaginn 7. febrúar. Þann dag fara fram einstaklingsviðtöl foreldra við kennara. Opnað hefur verið fyrir bókanir í viðtölin á Mentor. Athugið að á foreldradegi er engin kennsla og ekki starfsemi í Sunnuhlíð né Sólbrekku. Bolludagur, sprengidagur og öskudagur eru mánudaginn 12., þriðjudaginn 13. og miðvikudaginn 14. febrúar. Þeir eru hefðbundnir skóladagar hjá okkur. Þó vi
Í söng á sal á nýju ári er hefð fyrir því að syngja áramótalögin góðu og 7 ára nemendur sýna okkur álfadansa. Á föstudaginn var dönsuðu þau inn nýja árið af lífi og sál. Mót hækkandi sól, starfsfólk Ísaksskóla
Kæru foreldrar/forráðamenn, Það fór eflaust ekki fram hjá ykkur að börnin ykkar lásu eins og vindurinn síðustu tvær vikur, bæði heimalestur og yndislestur. Við fögnuðum dugnaði nemenda með því að setja upp poppvél og bjóða upp á popp og almenna gleði. Lesum fleiri bækur! starfsfólk Ísaksskóla
Bæklingur sem ber nafnið "Velkomin í Ísaksskóla" er ætlaður foreldrum og forráðamönnum barna skólans. Hann inniheldur samantekt á öllum helstu upplýsingum um skólastarfið sem gott er að hafa við höndina
"Ég er sérstaklega ánægður með hversu lítill skólinn er. Allar boðleiðir eru því stuttar. Barnið er öruggt í þessu litla umhverfi þar sem hlýja og persónuleg samskipti eru ofar öllu."
Páll Harðarson,
skólanefndarformaður
"Ótrúlega persónulegt umhverfi, haldið í gamlar hefðir og framúrskarandi starfsfólk með einstaka hæfileika til að ná fram því besta hjá börnunum okkar"
Sigríður Hrund Pétursdóttir,
móðir Snæfríðar í 9 ára bekk
Um viðbrögð þegar röskun verður á skólastarfi vegna óveðurs
Gefnar hafa verið út reglur um viðbrögð þegar röskun verður á skólastarfi vegna óveðurs. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins/stjórn Almannavarna á höfuðborgarsvæðinu hefur látið gera leiðbeinandi vinnureglur um viðbrögð í óveðri í samráði við fulltrúa sveitarfélaganna á svæðinu. Bæði er um að ræða leiðbeiningar til starfsmanna skólanna og foreldra. Þessar reglur gilda líka ef öskufalls verður vart í Reykjavík.